Fara í efni  

Fréttir

Hefðbundin akstursleið Akranesstætó tekur gildi á ný

Hefðbundin akstursleið Akranesstrætó tók gildi á ný í þessari viku og er ný tímatafla og yfirlitskort aðgengilegt hér. Tímabundnar breytingar voru gerðar í desember síðastliðnum vegna byggingar fimleikahúss við Háholt/Vesturgötu.
Lesa meira

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi stofnanareits - Kirkjubraut 39

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 12. febrúar 2019 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til lóðarinnar nr. 39 við Kirkjubraut og felst í að byggja upp verslun / hótel á lóðinni. Nýtingarhlutfall er aukið úr 0,4-0,6 í 1,56 og byggt ...
Lesa meira

Breiðin fær 35 mkr. í styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingar úr sjóðnum vorið 2019 og úthlutað samtals 35 mkr. til Breiðarinnar á Akranesi. Styrkurinn er veittur til að leggja nýtt yfirboðsefni á svæðinu, sbr. grasstein, steinalögn, stakkstæði og torf.
Lesa meira

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 – miðsvæði M2.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 11. desember 2018, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð breyting nær til M2 Akratorg, Kirkjubraut, Stillholt, 7,9 ha að flatarmáli. Breytingin felst í að með auknu byggingarmagni skal auka við bílastæði í ...
Lesa meira

Frístundaheimilið Krakkadalur fékk bæjarstjórann í heimsókn

Krakkarnir í frístund Þorpsins fóru í heimsókn á Bæjarskrifskrifstofuna þar sem þau hittu bæjarstjórann Sævar Frey Þráinsson. í kjölfarið var farið af stað vinna við að finna nýtt nafn á frístundina. Eftir hugmyndasamkeppni varð frístundaheimilið Krakkadalur fyrir valinu og mætti síðan Sævar Freyr í heimsókn og tilkynnti niðurstöðurnar.
Lesa meira

Sementsstrompurinn er fallinn

Strompur Sementsverkssmiðjunnar á Akranesi var felldur í dag þann 22. mars 2019. Aðgerðin tókst með öllu mjög vel og var strompurinn sprengdur í tveimur hlutum. Fyrri sprengingin átti sér stað kl. 14:00 og sú seinni var kl. 15:00.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 26. mars

Fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Bein útsending frá ÍATV við fellingu Sementsstrompsins

Sementsstrompurinn verður felldur kl. 14:00 í dag þann 22. mars 2019. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér á ÍATV.
Lesa meira

Líf og fjör á þemadögum í Tónlistarskóla Akraness

Vikuna 5.-7. mars voru þemadagar í Tónlistarskóla Akraness og sóttu alls 150 börn spuna-, sköpunar- og framkomunámskeið þessa daga. Námskeiðinu lauk svo með tónleikum þar sem allir hóparnir fluttu frumsamda tónsmíði.
Lesa meira

Pökkunarskemman

Á ráðstefnunni „Að sækja vatnið yfir lækinn“ þann 23. mars gefst þér tækifæri að koma með tillögur að því hvernig Akraneskaupstaður getur nýtt pökkunarskemmuna sem er staðsett að Faxabraut 10.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00