Fara í efni  

Fréttir

Ærslabelgurinn lokar tímabundið

Framkvæmdir eru hafnar við uppsetningu á hreystitækjum við Langasand. Sökum þess hefur ærslabelgnum verið tímabundið lokað vegna öryggisráðstafana. Reiknað er með að belgurinn opni aftur í vikulok.
Lesa meira

Íbúafundur um mótun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar

Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar vinnur að mótun umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Að gefnu tilefni verður efnt til íbúafundar um málefnið fimmtudaginn 23. maí í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og hefst hann kl. 17:30.
Lesa meira

Samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Grammateks ehf. um þróun sjálfvirkrar spurningasvörunar á heimasíðu kaupstaðarins

Nýverið fékk samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Grammateks ehf. myndarlegan styrk frá Rannís, úr Markáætlun í tungu og tækni. Markmið verkefnisins er að þróa frumgerð hugbúnaðar til sjálfvirkrar spurningasvörunar í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Frístundamiðstöðin við Garðavöll formlega opnuð við hátíðlega athöfn

Það var afar hátíðlegt í dag þann 11. maí þegar bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, stjórn Golfklúbbsins Leynis og fulltrúar frá Íþróttabandalagi Akraness klipptu á borða við nýja frístundamiðstöð á Akranesi.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 14. maí

1294. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Nýr aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla

Staða aðstoðarskólastjóra við Brekkubæjarskóla var auglýst til umsóknar í lok mars og sóttu 9 manns um stöðuna, en einn dró umsóknina til baka. Ákveðið var að ráða Elsu Láru Arnardóttur í stöðuna, en hún er nú starfandi umsjónarkennari við skólann.
Lesa meira

Samningur milli Akraneskaupstaðar og KFÍA um Norðurálsmótið

Á fyrsta leik ÍA í Pepsimax deildinni gegn KA þann 27. apríl síðastliðinn var samningur undirritaður milli Akraneskaupstaðar og KFÍA um aðkomu kaupstaðarins að Norðurálsmótinu í knattspyrnu. Samningurinn gildir til þriggja ára, frá 2019-2021 og greiðir kaupstaðurinn árlega 3,1 m.kr. sem tekur verðlagsbreytingum milli ára.
Lesa meira

Sumaropnun Guðlaugar og Akranesvita

Sumaropnun Guðlaugar tók gildi þann 1. maí síðastliðinn og er nú opið frá kl. 12-20 fyrir utan miðviku- og laugardaga, þá verður opið frá kl. 10-18 og lengst á sunnudögum eða frá kl. 10-20. Guðlaug er frábært viðbót við útivist og afþreyingu á Akranesi og er aðgangur í laugina ókeypis.
Lesa meira

Eldsvoði í Fjöliðjunni

Í gærkvöldi þann 7. maí kviknaði í húsnæði Fjöliðjunnar við Dalbraut 10 á Akranesi. Rannsókn stendur nú yfir um hvar eldsupptök áttu sér stað en ljóst er að húsið er verulega skemmt og óstarfhæft. Forgangsverkefni stjórnenda Akraneskaupstaðar er að koma starfseminni í gang sem allra fyrst og er verið að leita lausna í þeim málum.
Lesa meira

Lýsing á breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag á Akranesi - tjaldsvæði Kalmansvík

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag fyrir Tjaldsvæði Kalmansvík skv. 30. gr. og 3 mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00