Fara í efni  

Byggðasafnið í Görðum

Byggðasafnið í Görðum hefur á undanförnum árum skipað sér verðugan sess sem eitt helsta aðdráttarafl Akraness enda mikil upplifun að koma þangað, jafnvel fyrir þá sem hafa annars ekkert gaman af söfnum.

Í Byggðasafninu að Görðum er sögu byggðar, atvinnu og mannlífs sunnan Skarðsheiðar gerð góð skil. Þar er m.a. geymd hin einstaka „Hagamús“ en fólk þarf að fara á safnið til að fræðast betur um þetta grunsamlega „spendýr“. Á undanförnum árum hafa gömul hús sem tengjast sögu Akraness á einhvern hátt verið flutt á byggðasafnið og gerð þar upp til minningar um liðna tíma. Þar má einnig finna vísi að bátasafni og þar er Íslands eini kútter, kútter Sigurfari, varðveittur. Gamli prestsbústaðurinn í Görðum eða Garðahúsið (frá 1876) er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið af sinni gerð sem byggt var hérlendis og jafnvel á Norðurlöndum.  Tekið er á móti hópum og fara pantanir í gegnum netfangið museum@museum.is eða í síma 433-1150.

Opnunartími Byggðasafnsins í Görðum er eftirfarandi:

Sumaropnun er frá 15. maí - 14. september, alla daga frá kl. 11:00-17:00.

Vetraropnun er frá 15. september - 14. maí, laugardaga frá kl. 13:00-17:00, aðra daga eftir samkomulagi fyrir hópa. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00