Fara í efni  

Spurt og svarað um skipulagsmál

Spurt og svarað um skipulagsmál

Hvar nálgast ég skipulag sem er í kynningu?

  • Hægt er að nálgast mál sem eru í kynningarferli inn á Skipulagsgáttin (skipulagsgatt.is). Skipulagsgáttin er samráðsgátt um skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi. Þú getur nálgast upplýsingar um mál í vinnslu, gert athugasemdir við mál á kynningartíma og nálgast endanleg gögn og afgreiðslur þar inni. Óskir þú eftir frekari upplýsingum um skipulagsmál á Akranesi sem eru í kynningu getur þú sent póst á akranes@akranes.is.

Hvernig á að senda inn fyrirspurn eða umsókn:

  • Byrjaðu á því að skrá þig inn á þjónustugátt Akraness með rafrænum skilríkjum
  • Smelltu á “Umsóknir”
  • Smelltu á “Skipulags- og byggingarmál – almennt”
  • Smelltu á þá fyrirspurn eða umsókn sem við á
  • Fylltu út skjalið og hengdu við viðeigandi fylgiskjöl
  • Smelltu á „senda umsókn“

Hver geta sent inn fyrirspurn og umsókn um skipulagsmál?

  • Öll sem áhuga hafa á skipulagi á Akranesi geta sent inn fyrirspurnir til embættis skipulagsfulltrúa.
  • Húseigendur og lóðarhafar, eða ráðgjafi fyrir þeirra hönd, geta sótt um að gera breytingu á aðalskipulagi, nýtt deiliskipulag og/eða gera breytingu á gildandi deiliskipulagi.

Dæmi um fyrirspurnir og umsóknir:

  • Þær geta varðað starfsemi og notkun. Fjallað er um landnotkun í aðalskipulagi eins og hvort um sé að ræða íbúðarbyggð, opin svæði eða mismunandi atvinnusvæði. Misjafnt er hvort fjallað um starfsemi í deiliskipulagi en þá er oft nákvæmari lýsing á starfsemi í tilteknu húsnæði. 
  • Nýtt eða breyting á deiliskipulagi einstakra svæða.
  • Breyting á aðalskipulagi.
  • Aukið byggingarmagn, hækkun húsa eða breyting á lóð. 
  • Breyting og staðsetning á einstaka starfsemi. 
  • Niðurrif bygginga og annarra mannvirkja. 
  • Breytingar á húsnæði til dæmis hvað varðar svalir, kvisti, sólstofur o.s.frv.
  • Breyting á fjölda eða fyrirkomulagi bílastæða.
  • Breytingar á sorpi.

Hvað tekur langan tíma að breyta deiliskipulagi?

Að breyta deiliskipulagi tekur minnst 3 mánuði. Deiliskipulagstillögu þarf að skila inn til Skipulagsfulltrúa. Tillagan fer fyrir skipulags- og umhverfisráð sem tekur ákvöruðun um hvort deiliskipulagsbreytingin verði auglýst eða grenndarkynnt, ef vilji er fyrir breytingunni. Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til samþykktar eða synjunar. Deiliskipulagið er sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sem veitir heimild til að birta auglýsingu um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.

Hvað er grenndarkynning?

Grenndarkynning felst í því að nágrönnum, sem hagsmuna eiga að gæta, er kynnt málið/breytingar og gefinn kostur á að tjá sig innan ákveðins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur. Að þeim fresti liðnum tekur skipulags- og umhverfisráð málið til afgreiðslu.

Til hvers þarf framkvæmdarleyfi?

Framkvæmdaleyfi er leyfi sveitarstjórnar til meiriháttar framkvæmda sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku sem og annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdaleyfi er aðeins gefið út ef það er í samræmi við skipulag. Unnt er að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags án deiliskipulagsgerðar eða grenndarkynningar, ef gerð er grein fyrir framkvæmdinni og fjallað ítarlega um hana í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Að öðrum kosti kallar veiting framkvæmdaleyfis á að jafnframt liggi fyrir deiliskipulag af viðkomandi svæði. Gildistími framkvæmdaleyfa er 12 mánuðir frá samþykki sveitarstjórnar.

Hvar er hægt að finna aðal- og deiliskipulag sem er í gildi?

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00