Fara í efni  

Skipulagsfulltrúi

Á Akranesi er starfandi skipulagsfulltrúi og fer hann með umsjón skipulagsmála í Akraneskaupstað. Hlutverk hans er m.a. að veita íbúum, kjörnum fulltrúum, ráðgjöfum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipulagsmál.

Markmiðið er að vinna að hag íbúa Akraneskaupstaðar með vönduðum vinnubrögðum við skipulag. Að tryggja hagsmuni húseigenda með því að farið sé eftir lögum og reglugerðum við skipulag og hönnun bygginga og annarra mannvirkja. Að tryggð sé eftir föngum fljót og góð þjónusta við íbúa og aðra viðskiptavini.

Helstu verkefni skipulagsfulltrúa eru að leiðbeina og svara fyrirspurnum um skipulagsmál, tryggja rétta málsmeðferð skipulagsmála, vinna sértæk skipulagsverkefni fyrir Akraneskaupstað, veita umsagnir um ýmsar leyfisumsóknir, annast samráð við opinbera aðila, almenning og aðra hagsmunaðila, annast  kynningar, kynningarfundi og auglýsingar á skipulagstillögur, annast grenndarkynningar vegna breytinga á deiliskipulagi, útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum. 

Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar er Halla Marta Árnadóttir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00