Fara í efni  

Skipulagsmál

SementsreiturÁ Akranesi er sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið yfirmaður skipulagsmála á Akranesi. Hlutverk hans er að veita bæjarbúum, bæjarfulltrúum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipulagsmál. 

Um skipulagsmál fer samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Í skipulagslögum er kveðið á um að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir. Skipulags- og umhverfisráð er bæjarráði og bæjarstjórn til ráðgjafar í þessum málaflokki og fundar hún að jafnaði annan hvern mánudag.

Nánari upplýsingar veita fulltrúar á skipulags- og umhverfissviði á netfanginu skipulag@akranes.is eða í síma 433-1000. Einnig er hægt að óska eftir viðtalstíma með eftirfarandi fulltrúum á skipulags- og umhverfissviði:

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00