Fréttir

Jólafrí í grunnskólum Akraneskaupstaðar

Jólafrí er nú hafið í grunnskólum Akraneskaupstaðar og hefst skólastarf á nýju ári þann 4. janúar. Jólafrí er nú hafið í grunnskólum Akraneskaupstaðar og hefst skólastarf á nýju ári þann 4. janúar. Í Brekkubæjar- og Grundaskóla endaði árið 2016 á Litlu jólunum. Kennarar og nemendur áttu notalega...
Lesa meira

Skilagjaldið beint inn á bankareikning

Nýr kortalesari hefur verið settur upp í Fjöliðjunni og viðskiptavinir fá skilagjaldið fyrir ál-, plast-, og glerflöskur greitt beint inn á bankareikning.
Lesa meira

Jólasveinninn fannst í Garðalundi

Síðastliðið föstudagskvöld leituðu fjölmargir bæjarbúar að jólasveininum í skógrækt Akurnesinga í Garðalundi. Það voru mæðgurnar Margrét og Sara Blöndal ásamt Hlédísi Sveinsdóttur sem stóðu fyrir og undirbjuggu viðburðinn og fengu Akraneskaupstað, Grundaskóla, Brekkubæjarskóla og Íslandsbanka til liðs við sig.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar samþykkt

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2017 og þriggja ára áætlun 2018 til 2020 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Akraness í dag. Einnig var fjárfestinga og framkvæmdaáætlun samþykkt. Meðal helstu framkvæmda á næstu árum er niðurrif og í framhaldinu uppbygging sementsreitsins, endurgerð gatna...
Lesa meira

1245. fundur bæjarstjórnar

1245. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í bæjarþingsalnum Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. desember og hefst hann kl. 17:00
Lesa meira

Myndlistasýningar í Akranesvita

Um þessar mundir eru tvær myndlistasýningar í Akranesvita. Á annari og þriðju hæð er málverkasýning Sigurbjargar Einisdóttur og á fimmtu hæð er ljósmyndasýning Ungversks ljósmyndara að nafni Tara Wills.
Lesa meira

Tónleikar á aðventu í Tónlistarskólanum

Næstu tvær vikurnar verður fjöldi tónleika í Tónlistarskólanum á Akranesi, flestir þeirra með jólaívafi. Tónleikarnir eru haldnir ýmist í Tónbergi, sal skólans eða í anddyri Tónlistarskólans og ennfremur í Vitanum og á Höfða. Íbúar Akraness eru hvattir til að líta við í Tónlistarskólanum sínum og njóta þess að
Lesa meira

Jólalegt á Bókasafni Akraness

Á Bókasafni Akraness er orðið jólalegt um að litast. Þær stöllur Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir og Erla Dís Sigurjónsdóttir hafa undanfarin ár haft veg og vanda að jólaskreytingum á safninu og í ár eru skreytingarnar ekki af verri endanum.
Lesa meira

Áskorun til ráðherra um aukin framlög til Fjölbrautarskóla Vesturlands

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 24. nóvember síðastliðinn að veita Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi einnar milljóna króna styrk til tækjakaupa fyrir árið 2017 vegna þeirri miklu þörf sem skólinn stendur frammi fyrir vegna endurnýjunar tækja.
Lesa meira

Opinn kynningarfundur um fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2017

Opinn kynningarfundur um fjárhags- og fjárfestingaáætlun Akraneskaupstaðar 2017 verður haldinn þann 8. desember í bæjarþingsal kaupstaðarins að Stillholti 16-18 3. hæð, kl. 17.00. Heitt á könnunni og allir velkomnir!
Lesa meira
Fara efst
á síðu

Akraneskaupstaður

  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  • Sími 433 1000
  • Fax 433 1090
  • Kt: 410169-4449

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30  |  Hafa samband