Fara í efni  

Fréttir

Rekstrarafkoma bæjarsjóðs betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skuldahlutfall fer lækkandi

Ársreikningur Akraneskaupstaðar var lagður fram í bæjarráði fimmtudaginn 19. apríl sl. og var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fór fram þann 25. apríl síðastliðinn.
Lesa meira

Vorhreinsun framundan á Akranesi

Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana fer fram dagana 29. apríl - 7. maí. Bæjarbúar, ungir sem aldnir eru hvattir til að fagna vori og taka þátt í hreinsun og fegrun lóða og umhverfis í þágu allra bæjarbúa. Gámar verða staðsettir á ákveðnum stöðum í bænum á tímabilinu og geta íbúar og fyrirtæki skilað þar endurgjaldslaust því sem til fellur við vorhreinsunina.
Lesa meira

Næturlokanir í Hvalfjarðargöngum

Samkvæmt tilkynningu frá Speli verða Hvalfjarðargöng lokuð fjórar nætur í þessari viku (17. viku ársins). Vakin er sérstök athygli á að lokað verður kl. 22 að kvöldi mánudags 24. apríl en á miðnætti næstu þrjú kvöld þar á eftir. Næturlokun ganganna á þessum tíma árs er hefðbundinn vor- og sumarboði, tími sem...
Lesa meira

Hjónavígsla í Akranesvita

Fyrsta hjónavígslan í Akranesvita fór fram þann 18. apríl síðastliðinn. Það voru þau Tanja og Markus frá Þýskalandi sem létu gefa sig saman í fjörunni hjá Vitanum og sá Sýslumaðurinn á Vesturlandi um vígsluna..
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 25. apríl

1253. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Óskað er eftir tillögum um bæjarlistamann Akraness árið 2017

Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2017. Hér má sjá hverjir hafa verið kjörnir bæjarlistamenn Akraness í gegnum árin.
Lesa meira

Skag­inn 3x hlýt­ur Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Íslenska tækni- og framleiðslufyrirtækið Skaginn 3x hlaut síðdegis í gær, þann 19. apríl Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Lesa meira

Úthlutun nýrra lóða við Vesturgötu

Akraneskaupstaður auglýsir lóðir við Vesturgötu 49 og 51 lausar til umsóknar. Samkvæmt skipulagi eru lóðirnar ætlaðar fyrir flutningshús. Þar sem verið er að auglýsa lóðir lausar að nýju verður dregið úr gildum umsóknum sem berast á tímabilinu 20. apríl 2017 til 4. maí 2017. Hverjum umsækjanda...
Lesa meira

Magnús Oddsson fyrrverandi bæjarstjóri Akraness látinn

Magnús Oddsson fyrrverandi bæjarstjóri Akraness lést í gær þann 11. apríl 2017. Magnús var fæddur 17. nóvember árið 1935 og var bæjarstjóri á árunum 1974 til 1982. Magnús, sem var lærður tæknifræðingur, var fyrst ráðinn til starfa hjá Akraneskaupstað í ársbyrjun 1968 sem rafveitustjóri Rafveitu Akraness
Lesa meira

Gleðilega páska

Óskum Akurnesingum og landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar. Opnunartími hjá Akraneskaupstað yfir páskana er eftirfarandi...
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00