Fara í efni  

SES - skilnaðarráðgjöf

Fagaðilar á velferðar- og mannréttindasviði bjóða upp á sérhæfða skilnaðarráðgjöf til foreldra barna á aldrinum 0-18 ára. Ráðgjöfin kallast SES eða samvinna eftir skilnað, en er ætluð öllum foreldrum sem eiga börn á tveimur heimilum.

Foreldrar sem eru að skilja eða hafa skilið eða slitið samvistum og vilja þiggja stuðning og ráðgjöf geta sett sig í samband við SES-ráðgjafa á velferðar- og mannréttindasviði Akraneskaupstaðar. Meginmarkmið SES verkefnisins er að vernda hagsmuni barnsins og bæta andlega og líkamlega líðan foreldra og barns. Í gegnum SES öðlast foreldrar færni í að takast á við óvæntar uppákomur tengdar skilnaðinum/sambúðarslitum og einnig auka skilning sinn á viðbrögðum barna sinna við breytingunum.

Hér er hægt er að sækja um ráðgjöf hjá SES ráðgjöfum.

Frekari upplýsingar um SES verkefnið má finna á samvinnaeftirskilnad.is

Ráðgjöf og rafræn námskeið eru foreldrum að kostnaðarlausu.

 

SES námskeið fyrir foreldra, þar sem ítarlega er fjallað um áhrif skilnaðar á fjölskyldur, fer fram þegar lágmarks þátttaka næst.

Hvert námskeið skiptist í þrjá áfanga sem fjalla um áhrif skilnaðar á foreldra, viðbrögð barna við skilnaði og samvinnu foreldra eftir skilnað.

Foreldrar sem hafa áhuga á að ská sig á hópnámskeið SES er bent á að senda tölvupóst á velferd@akranes.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu