Sjóbaðsfélag Akraness

Á Akranesi er nokkuð rík hefð fyrir sjóböðum og töluverður fjöldi stundar þau reglulega sér til heilsubótar og ánægju.
Fyrir frekari upplýsingar bendum við á Facebooksíðu Sjóbaðsfélags Akraness.
Sjóbaðsfélag Akraness kynnir reglulega sjósund og vekur á því athygli, til dæmis á Sjómannadeginum á Akranesi.
Helgasundið er árlegur viðburður félagsins á Írskum dögum. Þá geta áhugasamir skráð sig til þátttöku og hópurinn syndir undir leiðsögn Sjóbaðsfélagsins. Sundið er um 900 metrar, hefst á Sementsbryggjunni og endar hjá Guðlaugu á Langasandi. Bátar fylgja sundfólkinu. Eftir sundið er boðið upp á veitingar og hægt er að ylja sér í Guðlaugu.






