Fréttir

Tímabundin lokun sundlaugar

Vikuna 15. til 19. maí næstkomandi verður sundlaugin að Jaðarsbökkum lokuð vegna framkvæmda. Brjóta þarf upp stéttina fyrir framan búningsklefana og leggja nýja affalls- og snjóbræðslulögn. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

70 ára afmæli Dreyra

Félagar í Hestamannafélaginu Dreyra munu sýna sig og sjá aðra á Skaganum laugardaginn 6. maí næstkomandi með því að fara í miðbæjarreið niður að Akratorgi. Tilgangurinn með bæjartúrnum er 70 ára afmæli félagsins sem var þann 1. maí síðastliðinn og að minna á hestamennsku sem er stunduð í jaðri bæjarfélagsins.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 9. maí

1254. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 9. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Rekstrarafkoma bæjarsjóðs betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skuldahlutfall fer lækkandi

Ársreikningur Akraneskaupstaðar var lagður fram í bæjarráði fimmtudaginn 19. apríl sl. og var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fór fram þann 25. apríl síðastliðinn.
Lesa meira

Vorhreinsun framundan á Akranesi

Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana fer fram dagana 29. apríl - 7. maí. Bæjarbúar, ungir sem aldnir eru hvattir til að fagna vori og taka þátt í hreinsun og fegrun lóða og umhverfis í þágu allra bæjarbúa. Gámar verða staðsettir á ákveðnum stöðum í bænum á tímabilinu og geta íbúar og fyrirtæki skilað þar endurgjaldslaust því sem til fellur við vorhreinsunina.
Lesa meira

Næturlokanir í Hvalfjarðargöngum

Samkvæmt tilkynningu frá Speli verða Hvalfjarðargöng lokuð fjórar nætur í þesssri viku (17. viku ársins). Vakin er sérstök athygli á að lokað verður kl. 22 að kvöldi mánudags 24. apríl en á miðnætti næstu þrjú kvöld þar á eftir. Næturlokun ganganna á þessum tíma árs er hefðbundinn vor- og sumarboði, tími sem...
Lesa meira

Hjónavígsla í Akranesvita

Fyrsta hjónavígslan í Akranesvita fór fram þann 18. apríl síðastliðinn. Það voru þau Tanja og Markus frá Þýskalandi sem létu gefa sig saman í fjörunni hjá Vitanum og sá Sýslumaðurinn á Vesturlandi um vígsluna..
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 25. apríl

1253. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Óskað er eftir tillögum um bæjarlistamann Akraness árið 2017

Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2017. Hér má sjá hverjir hafa verið kjörnir bæjarlistamenn Akraness í gegnum árin.
Lesa meira

Skag­inn 3x hlýt­ur Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Íslenska tækni- og framleiðslufyrirtækið Skaginn 3x hlaut síðdegis í gær, þann 19. apríl Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans veitti verðlaununum viðtöku við hátíðalega athöfn á Bessastöðum.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður

    433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449