Fara í efni  

Nýr og glæsilegur klifurveggur tekinn í notkun

Klifurveggurinn er stór og flottur, en honum er svo breytt reglulega til að búa til nýjar áskoranir …
Klifurveggurinn er stór og flottur, en honum er svo breytt reglulega til að búa til nýjar áskoranir fyrir iðkendur.

Klifurfélag Akraness var með opið hús í íþróttahúsinu á Vesturgötu um liðna helgi í tilefni þess að nýr og glæsilegur klifurveggur félagsins var þar formlega tekinn í notkun. Áhugasömum gafst þar kostur á að skoða og prófa vegginn.

Félagið hefur verið starfandi síðastliðin sjö ár og hefur lengst af verið með aðstöðu á Smiðjuvöllum á Akranesi, en mun nú færa starfsemina í íþróttahúsið. Það voru SF smiðir sem sáu um að skrúfa vegginn niður og setja hann upp í breyttri mynd á nýjum stað.

“Síðasta vor voru rúmlega 40 börn að æfa klifur hér á Akranesi,” segir Guðmundur Valsson formaður Klifurfélags Akraness, en félagið státar samanlagt af átta Íslandsmeistaratitlum í yngri flokkum. Hann segir að nýja aðstaðan sé töluverð breyting frá því sem var. “Það var mun minna pláss á Smiðuvöllum þótt lofthæðin hafi verið fín og aðstaðan að mörgu leyti góð. Hér á Vesturgötu er mun rýmra um okkur auk þess sem staðsetningin auðveldar margt, til dæmis flutning á iðkendum með frístundastrætó og möguleika á opnun fyrir almenning.”

Skipulagðar æfingar hófust í gær en það er enn svigrúm fyrir áhugasama að skrá sig inni á Abler.

Klifurfélag Akraness á Abler


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00