Fara í efni  

Starfsmannahandbók

Mannauðsstefna

Í mannauðsstefnu Akraneskaupstaðar er lögð áhersla á samstarf, stjórnun, upplýsingamiðlun, hvatningu og endurgjöf ásamt því er einnig lögð áhersla á að starfsfólk og stjórnendur hafa gildi Akraneskaupstaðar - jákvæðni, metnað og víðsýni - að leiðarljósi í daglegum störfum. Mannauðsstefnan tekur jafnframt á atriðum um ráðningar og nýliðun, starfsþróun, umhverfi og heilsu og réttindi, skyldur og starfslok. 

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 14. október 2014 að stofna starfshóp sem hafði það hlutverk að endurskoða starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar. Formaður hópsins var Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar. Ný og endurskoðuð starfsmannastefna, nú mannauðsstefna, var síðar samþykkt í bæjarstjórn Akraness þann 14. júní 2016. 

Jafnréttismál

Jafnrétti og önnur mannréttindi eru varin í stjórnarskrá Íslands sem og fjölmörgum mannréttindasáttmálum og yfirlýsingum sem Íslendingar eiga aðild að. Þar segir m.a. að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leiti. 

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 (hér eftir nefnd jafnréttislög) ber öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri að setja sér jafnréttisáætlun. Markmið Akraneskaupstaðar með gerð þessarar áætlunar er fyrst og fremst að tryggja bæjarbúum og starfsmönnum kaupstaðarins þau réttindi sem þau eiga samkvæmt lögum, sem og einnig að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna og jafna þannig stöðu þeirra á öllum sviðum samfélagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.

Einelti, áreitni og ofbeldi

Vinnustaðamenning stofnana Akraneskaupstaðar byggir á mannréttindum, jákvæðni og virðingu í samskiptum þar sem hæfileikar hvers og eins fá notið sín án þess að eiga á hættu einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða annarskonar ofbeldi.

Aðgerðaráætlun Akraneskaupstaðar um verkferla og leiðir til úrlausna í eineltis- og áreitnimálum er leiðbeinandi verklag þegar upp kemur ábending um meint einelti, meinta áreitni eða mikla samskiptaerfiðleika á vinnustöðum Akraneskaupstaðar.

Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins (félagslegan trúnaðarmann/öryggistrúnaðarmann/öryggisvörð) svo unnt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.

Þessi síða er í vinnslu. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00