Fara í efni  

Heilsurækt

Á Akranesi eru fjölbreyttir möguleikar varðandi heilsurækt og umhverfi bæjarins er tilvalið til hverskonar hreyfingar og útivistar.


🚴
Bærinn þykir einkar hjólavænn enda Akranes mjög flatlent.

🏃 Mikið er af göngustígum sem henta vel í gönguferðir og skokk.

👣 Langisandur er ein vinsælasta útivistarperla bæjarbúa og mikið notaður til gönguferða.

⛰ Tiltölulega auðvelt er að ganga á Akrafjall og það hentar því fjölskyldufólki sérstaklega vel.

🌳 Garðalundur er skógræktarsvæði Akurnesinga þar sem er að finna leiktæki, sandblakvöll, frisbígolfvöll og sparkvelli fyrir börn á öllum aldri.

⛳ Þar við er svo Garðavöllur, 18 holu golfvöllur í hæsta gæðaflokki.

🏊 Sjósund nýtur sífellt vaxandi vinsælda og er það stundað árið um kring á Skaganum. Þá er einnig starfandi Sjósundfélag Akraness og er það opið hverjum sem er.

🚶‍♂️Félag eldri borgara á Akranesi heldur úti þróttmiklu starfi fyrir sína félagsmenn og innan raða ÍA fer fram mjög fjölbreytt íþróttastarf fyrir fólk á öllum aldri.

 
Þá eru ótalin öll þau fyrirtæki sem bjóða upp á líkamsrækt í bænum. Tækjasalir, jóga, pilates, lyftingar, gönguferðir og þannig mætti lengi telja. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu