Fara í efni  

Heilsurækt

Á Akranesi eru fjölbreyttir möguleikar varðandi heilsurækt. Umhverfi bæjarins er tilvalið til hverskonar hreyfingar og útivistar. Bærinn þykir einkar hjólavænn og eru nánast engar brekkur að finna á Akranesi. Mikið er af göngustígum sem henta vel í gönguferðir og skokk og er Langisandur ein vinsælasta útivistarperla bæjarbúa og mikið notaður til gönguferða. Akrafjall hefur lengi verið vinsæl útivistarparadís Skagamanna enda er fjallið tiltölulega auðvelt að ganga á og hentar því fjölskyldufólki sérstaklega vel. Garðalundur er draumastaðurinn á Akranesi en þar er að finna leiktæki, sandblakvöll, frisbígolfvöll og sparkvelli fyrir börn á öllum aldri. Þar við er síðan Garðavöllur, sem er 18 holu golfvöllur í hæsta gæðaflokki.

Sjósund nýtur sífelt vaxandi vinsælda og er það stundað allt árið um kring á Skaganum. Þá er hér einnig starfandi Sjósundfélag Akraness og er það opið hverjum sem er. Félag eldri borgara á Akranesi heldur þróttmiklu starfi fyrir sína félagsmenn og innan raða ÍA fer fram mjög fjölbreytt íþróttastarf fyrir fólk á öllum aldri. Íþróttabandalag Akraness sér um rekstur á þreksölunum í íþróttamannvirkjum bæjarins, samkvæmt leigu- og rekstrarsamningi við Akraneskaupstað.  Þreksalirnir eru útbúnir með hefðbundnum hætti, með hlaupabrettum, hjólum, þrektækjum og lóðum. Einnig eru til staðar minni salir sem eru hentugir fyrir fjölbreytta notkun og hópatíma.  Með því að stunda líkamsrækt í þreksölunum er jafnframt verið að styrkja íþróttastarf ÍA.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00