Fara í efni  

Þjónusta við börn og unglinga

Félagsþjónusta Akraneskaupstaðar veitir ýmis konar stuðning til fjölskyldna og einstaklinga á Akranesi sem þurfa á stuðningi við uppeldi og aðbúnað barna að halda.

Með stuðningi er átt við þjónustu á borð við liðveislu, tilsjónarmenn og persónulega ráðgjafa sem og stuðningsfjölskyldur. Jafnframt er átt við félagslegan stuðning sem felur í sér hjálp við að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að aukinni félagsfærni og aðstoða við að njóta menningar og félagslífs.

Sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs er Hildigunnur Árnadóttir sem jafnframt veitir nánari upplýsingar bæði í tölvupósti á netfangið velferd@akranes.is og í síma 433 1000.

Gagnlegar upplýsingar um einstaka málaflokka má lesa sig til um hér að neðan. 

Liðveisla

Markmið með liðveislu er að efla fólk til sjálfstæðis, allt eftir getu hvers og eins. Með liðveislu er leitast við að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun til dæmis til þess að njóta menningarlífs, félagslífs og tómstunda ásamt því að auka félagsfærni viðkomandi.

Í lögum um málefni fatlaðra segir að sveitarfélög skulu eftir föngum gefa fötluðu fólki kost á liðveislu. Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Reglur um liðveislu fyrir fatlaða hjá Akraneskaupstað má finna hér.

Einstaklingar með lögheimili á Akranesi geta sótt um persónulegan ráðgjafa. skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Umsóknin skal rituð á sérstakt umsóknareyðublað þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og ástæðu umsóknar. Hægt er að sækja um liðveislu hér í rafrænt í Íbúagátt eða í þjónustuver Akraneskaupstaðar.

Nánari upplýsingar um liðveislu veitir Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi netfang berglind.johannesdottir@akranes.is  og í síma 433 1000.

Persónulegur ráðgjafi og tilsjón

Tilsjónarmaður
Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga kemur fram að Félagsmálanefnd skuli sjá til þess að börn fái notið hollra og þroskavænlegra uppvaxtarskilyrða, t.d. leikskóla og tómstundaiðju. Einnig er eitt af hlutverkum félagslegrar heimaþjónustu að veita félagslegan stuðning. Hlutverk tilsjónarmanns er að rjúfa félagslega einangrun umsækjanda og aðstoða hann við að taka þátt í félagslegum athöfnum. Þetta úrræði  er veitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði félagsþjónustu.

Einstaklingar með lögheimili á Akranesi geta sótt um tilsjónarmann skv. lögum um félagsþjónustu í sveitarfélögum. Umsóknin skal rituð á sérstakt umsóknareyðublað þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og ástæðu umsóknar. 

Persónulegur ráðgjafi
Persónulegur ráðgjafi samkvæmt barnaverndarlögum er veittur sem hluti af úrræðum barnaverndaryfirvalda og skv. samningi þar að lútandi.

Nánari upplýsingar veitir Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri bæði í tölvupósti á netfangið sveinborg.kristjansdottir@akranes.is og í síma 433 1000.

Stuðningsfjölskylda

Stuðningsfjölskyldur taka á móti börnum til dvalar á heimili sínu að jafnaði eina helgi í mánuði með það að markmiði að styðja við foreldra barnsins og efla félagslega þátttöku og virkni barnsins. Önnur börn á heimilinu er ekki hindrun og ætlast er til þess að barnið verði hluti af daglegu lífi fjölskyldunnar á meðan á dvöl þess stendur.

Sótt er um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála rafrænt.

Nánari upplýsingar um stuðningsfjölskyldu veitir Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi netfang berglind.johannesdottir@akranes.is og í síma 433 1000.

 

Sérhæfð ráðgjöf

Markmið félagsþjónustu sveitarfélaganna er meðal annars að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og er meginverkefni ráðgjafa að efla og styðja foreldra vegna barna þeirra með fötlun og/eða sérþarfir.

Við staðfestingu á frávikum í þroska barns sem leitt getur til fötlunar/þarfar á sérúrræðum, er mikilvægt að bregðast við með þjónustu fyrir fjölskylduna, óski hún þess. Félagsþjónustan annast ráðgjöf og stuðning við fjölskyldur og gætir velferðar og hagsmuna þeirra. Þjónustan nær til fjölskyldna barna yngri en 18 ára og til eftirfarandi þátta, eftir óskum foreldranna:

 • Veitir upplýsingar og leiðbeiningar um réttindi og þjónustu.
 • Veitir ráðgjöf við val á viðurkenndum leiðum til að auka og efla færni barna með fötlun.
 • Er þátttakandi í þjónustuteymi barnsins og er foreldrunum til stuðnings í teymisstarfi.
 • Veitir fjölskyldum barna með sérþarfir ráðgjöf um íhlutunarleiðir, uppeldi og þjálfun barnanna á heimili þeirra.
 • Á samstarf við ýmsa sérfræðinga  vegna barnsins svo sem hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild, Heilsugæslunni, Landspítala háskólasjúkrahúsi og leik- og grunnskólum auk annarra ráðgjafa félagsþjónustunnar og sérfræðiþjónustu sveitarfélaganna.
 • Veitir ungmennum og foreldrum þeirra ráðgjöf varðandi athafnir daglegs lífs, félagsþátttöku, skóla- og/eða atvinnuþátttöku, sumarúrræði o.fl.
 • Veitir fræðslu til aðstandenda, tengslastofnanna og samstarfsfólks um fatlanir, íhlutunarleiðir og aðstæður barna og ungmenna með fötlun og fjölskyldna þeirra.

Eftir tilvísun frá greiningaraðila er foreldrum bent á þann möguleika að hafa samband við ráðgjafa í félagsþjónustunni. Einstaklingar með lögheimili á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit geta sótt um sérhæfða ráðgjöf. Oft er það gert eftir fyrsta viðtal umsækjanda við ráðgjafa. Umsóknin skal rituð á sérstakt umsóknareyðublað þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og ástæðu umsóknar.

Eftir móttöku umsóknar fær umsækjandi viðtalstíma hjá ráðgjafa félagsþjónustunnar ef þeir hafa ekki verið í sambandi þá þegar og í framhaldi af því er umsóknin tekin fyrir á teymisfundi sem afgreiðir umsóknina.

Nánari upplýsingar um stuðningsfjölskyldu veitir Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi netfang berglind.johannesdottir@akranes.is og í síma 433 1000.

Umönnunargreiðslur

Umönnunargreiðslur er fjárhagsleg aðstoð til foreldra sem eiga börn sem glíma við fötlun eða alvarleg veikindi. Þetta er félagsleg aðstoð sem veitt er þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður og tilfinnanlegur fyrir foreldra. Umönnunargreiðslur geta verið frá fæðingu barns og til 18 ára aldurs. Sótt er um aðstoðina með því að leggja fram umsókn ásamt læknisvottorði og öðrum fylgigögnum til Tryggingastofnunar. Ef barn er með fötlun þarf að fá tillögu um umönnunargreiðslur frá félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags. Farsælast er að senda Tryggingastofnun umsókn og læknisvottorð, sem mun síðan senda erindi til sveitarfélaga og kalla eftir tillögu um umönnunargreiðslur (vegna barna með fötlun).

Nánari upplýsingar um stuðningsfjölskyldu veitir Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi netfang berglind.johannesdottir@akranes.is og í síma 433 1000.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00