Fara í efni  

Fjármál og rafræn þjónusta

Hægt er að nálgast upplýsingar um sveitarfélög á Íslandi í gagnagrunni sem ber heitið Upplýsingaveita sveitarfélaga. Verkefni þetta var unnið á sínum tíma í samvinnu við Sambands íslenskra sveitarfélaga, Hagstofu Íslands og Félagsmálaráðuneytið. KPMG var faglegur ráðgjafi á ýmsum sviðum í tengslum við þetta verkefni. Þær upplýsingar sem er að finna í gagnagrunninum koma fyrst og fremst úr ársreikningum sveitarfélaga eða frá Hagstofu Íslands sem hefur safnað þeim frá sveitarfélögunum. Markmið verkefnisins er að hafa sem mestar upplýsingar sem varða sveitarfélögin tiltækar á einum stað og aðgengilegar fyrir alla þá sem áhuga hafa. Síðuna í heild sinni má sjá hér.

Í gagnagrunninum er nú að finna upplýsingar um eftirfarandi efnisatriði:

 • Ársreikninga sveitarfélaga, sundurliðaðir á málaflokka
 • Útsvar og fasteignaskatt
 • Grunnskóla
 • Leikskóla
 • Greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
 • Íbúafjölda sveitarfélaga
 • Flatarmál sveitarfélaga 

Upplýsingum verður bætt í gagnagrunninn jafnóðum og mögulegt er þannig að í honum verði á hverjum tíma að finna víðtækar upplýsingar um rekstur sveitarfélaga og margháttuð önnur atriði sem tengjast sveitarstjórnarstiginu á Íslandi. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00