Fara í efni  

Fréttir

Verkfallsaðgerðir hjá Gámu

Sorpmóttökustöðin Gáma verður lokuð vegna væntanlegra verkfalla eftir hádegið í dag þann 30. apríl og síðan 6. og 7. maí (allan daginn) og dagana 19. og 20. maí náist ekki samningar.
Lesa meira

Útivistartími barna og unglinga

Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að skv. 92. grein barnaverndarlaga (nr. 80/2002) eru útivistartímar barna og unglinga sem hér segir..
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 28. apríl n.k.

1213. fundur bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Opinn kynningarfundur um framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Akraneskaupstaðar 2015

Skipulags- og umhverfisráð kynnir framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Akraneskaupstaðar 2015 á opnum fundi með íbúum Akraness. Fundurinn fer fram í bæjarþingsal kaupstaðarins þann 30. apríl n.k. kl. 16.00.
Lesa meira

Deiliskipulagi lokið - breyting á deiliskipulagi og breyting á Aðalskipulagi vegna Þjóðvegar 13 og 15

Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í breyttri landnotkun á landi sem er skilgreint óbyggt svæði í land til sérstakra nota og stækkun á íbúðasvæði.
Lesa meira

Tekjuafgangur hjá Akraneskaupstað

Ársreikningur Akraneskaupstaðar var lagður fram í bæjarráði síðastliðinn fimmtudag og var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 28. apríl næstkomandi. Afkoma Akraneskaupstaðar árið 2014 er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 292 m.kr. eða um 6,2% af tekjum.
Lesa meira

Verkefnastjóri óskast til að annast undirbúning og umsjón með Írskum dögum

Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða verkefnastjóra til að annast undirbúning og umsjón með framkvæmd Írskra daga á Akranesi. Um er að ræða tímabundið starf frá 20. maí til 10. júlí.
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti á Akranesi

Fimmtudaginn 23. apríl n.k. er haldið upp á sumardaginn fyrsta á Akranesi með margvíslegum hætti. Akranesviti er opinn frá kl. 13-16 og er tónlistarfólk sérstaklega hvatt til þess að koma og prófa hljómburðinn. Safnasvæðið Görðum er einnig opið frá kl. 13-17 en um þessar mundir er myndlistarsýningin Flæði í Guðnýjarstofu.
Lesa meira

Viðurkenningar og verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni

Um helgina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni á unglingastigi grunnskóla á Vesturlandi. Það er Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi sem staðið hefur fyrir þessari keppni og var þetta í sautjánda sinn sem skólinn heldur hana. Keppnin fór fram þann 13. mars sl. og var nemendum
Lesa meira

Samstarf um átak í eldvörnum á Akranesi

Eldvarnabandalagið og Akraneskaupstaður hafa gert með sér samkomulag um að efla eldvarnir á heimilum og í fyrirtækjum og stofnunum á Akranesi. Markmið samstarfsins er meðal annars að þróa verkefni sem geta nýst öðrum við eldvarnafræðslu og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits fyrirtækja og stofnana.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00