Fara í efni  

Sorphirða og endurvinnsla

Umhverfisvernd og ábyrg í umgengni um náttúruna eru mikilvægustu atriðin sem varða okkur í nútíð og framtíð. Flokkun sorps og rétt meðhöndlun þess er mikilvægur þáttur í að tryggja lífskjör til frambúðar.

Þjónustuaðili sorphirðu

Almenn sorphirða, leiga, sala og losun sorpíláta og gáma og söfnun úrgangs til endurvinnslu er í umsjón (Gámaþjónustu Vesturlands ehf.) nú TerraSamningur Akraneskaupstaðar og Gámaþjónustunnar gildir áfram og er til fimm ára, frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2022. 

Endurvinnslustöðin Gáma

Terra sér um rekstur endurvinnslustöðvar Gámu að Höfðaseli 16. Símanúmer Gámu er 435-0000 og er opnunartími alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. Fasteignaeigendur eru minntir á "Gámukortin" (klippikort) sem fást afhent í þjónustuveri kaupstaðarins. Hver íbúðareigandi getur fengið afhent eitt kort árlega sem veitir handhafanum rétt til endurgjaldslausrar afhendingar á allt að 3 m3 af heimilisúrgangi í sorpmóttökustöðinni Gámu. Vekjum athygli á því að söfnun nytjahluta fyrir nytjamarkaðinn Búkollu er í Gámu.

Vinsamlegast athugið að ekki er tekið bílhræjum til förgunar í móttökustöðinni.

Umsókn um sorpílát

Afgreiðsla sorpíláta fer fram hjá Akraneskaupstað. Senda skal inn umsókn með rafrænum hætti á meðfylgjandi eyðublað. 

Endurvinnsla á flöskum og dósum

Í Fjöliðjunni á Akranesi er boðið er upp á verndaða vinnu og endurhæfingu fyrir þá sem þess þurfa og leita eftir þjónustu. Fjölbreytt vinna fer þar fram og starfsfólkið tekst á við mörg ólík verkefni. Til að mynda fer þar fram endurvinnsla dósa og telja starfsmenn Fjöliðjunnar umbúðirnar. Á hverju ári tekur starfsfólk Fjöliðjunnar á móti og telur á þriðju milljón umbúða. Fjöliðjan er staðsett á Smiðjuvöllum 9 og er hún opin alla virka daga frá kl. 9:00-11:45 og frá kl: 13:00-15:30. 

 

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ 

Eldri fréttir í tengslum við sorphirðu og endurvinnslu

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00