Fara í efni  

Umhverfisverðlaun

Þann 25. apríl ár hvert er Dagur umhverfisins haldinn á Íslandi. Af því tilefni fer fram árleg vorhreinsun á Akranesi þar sem Akraneskaupstaður og íbúar bæjarins taka höndum saman og hreinsa bæinn eftir langan vetrardvala. Hreinsunin hefur hingað til farið fram í lok apríl og verið fram í maí. Stofnanir Akraneskaupstaðar, s.s. leik- og grunnskólar eru einstaklega duglegir að halda umhverfinu hreinu og eru umhverfisfræðslur mjög áberandi í skólum Akraneskaupstaðar. Mikil vitundarvakning hefur verið á Íslandi um mikilvægi þess að halda umhverfinu okkar hreinu og er mikilvægt að umhverfismál þurfa að vera samtvinnuð öllum athöfnum hversdagslífsins, bæði í leik og starfi. Áskorunin er mikil en ávinningurinn er ætíð meiri. 

Hjá Akraneskaupstað eru árlega veittar umhverfisviðurkenningar. Það hafa verið veittar viðurkenningar fyrir einstaklega fallegar og snyrtilegar einka-, fyrirtækja- og fjölbýlislóðir, í flokki hvatninga- og samfélagsverðlauna, fyrir tré ársins og fallegustu götumyndina. Íbúar hafa tilnefnt í upptalda flokka og skipuð valnefnd hefur einnig tilnefnt og gefið sitt álit. Það er skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar sem hefur umsjón með verðlaununum og tekur ákvörðun um hverjir hljóta viðurkenningar hverju sinni.

Viðurkenningar síðustu ára:

Umhverfisverðlaun 2023

Umhverfisverðlaun 2022

Umhverfisverðlaun 2021

Umhverfisverðlaun 2020

Umhverfisverðlaun 2019

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00