Fara í efni  

Þjóðhátíðardagurinn

Á Akranesi er Þjóðhátíðardagurinn 17. júní haldinn hátíðlegur ár hvert. Dagskráin er ávallt metnaðarfull og fer hún fram víðsvegar um bæinn. Öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagurinn hefst á Byggðasafninu í Görðum þar sem af nægu er að taka, skrúðganga er gengin frá Stillholtinu, Tónlistarskólinn á Akranesi og Skátarnir sjá um að allt fari vel fram. Á Akratorgi er skemmtidagskrá frameftir degi. Á Þjóðhátíðardaginn velur Akraneskaupstaður Fjallkonu Akraneskaupstaðar og veita viðurkenningu Bæjarlistamanns Akraneskaupstaðar. 

Hér má sjá myndir frá Þjóðhátíðardeginum undanfarin ár.

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu