Fara í efni  

Tilkynning um truflun á umferð

Tímabundin truflun á umferð (takmörkun, lokun) vegna nauðsynlegra framkvæmda er leyfileg með útfyllingu á þessari tilkynningu. Tilkynning verður birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar og einnig send á ýmsa hagaðila, s.s. neyðaraðila, flutningsaðila, almenningsstrætó og Vegagerðina.

Tímalengd truflunar skal vera sem styðst.

Sé þörf fyrir að truflun nái yfir lengri tíma en upphaflega er tilkynnt, skal gera nýja tilkynningu.

Framkvæmdaaðili skal ávallt tryggja öryggi á svæðinu með merkingum, leiðbeiningum og lokunum gagnvart akandi og gangandi umferð.

Truflun á umferð skal tilkynna með minnst 3 daga fyrirvara, og viku fyrirvara ef um er að ræða lokun á þjóðveg eða aðalumferðaræðum.

Akraneskaupstaður áskilur sér allan rétt til að takmarka eða banna truflunina ef tilkynning berst seint eða afleiðing er metin óásættanleg.

Tilkynning um truflun á umferð

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00