Fara í efni  

Sundlaugar

Á Akranesi eru tvær sundlaugar, Jaðarsbakkalaug og Bjarnalaug. Sundlaugarnar eru báðar opnar almenningi en einnig eru þær notaðar undir kennslu fyrir grunnskólana, sundæfingar Sundfélags Akraness ásamt sundskóla og ungbarnasundi. Á Akranesi fá börn frítt í sund þar til 1. júní það ár sem þau verða 16 ára. á Öryrkjar sem framvísa örorkuskírteini og eldri borgarar fá 50% afslátt af stöku skipti og kortum. Atvinnulausir sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun Vesturlands fá 50% afslátt af stöku skipti í  sund.

Forstöðumaður íþróttamannvirkja er Daníel Sigurðsson Glad sem jafnframt veitir nánari upplýsingar bæði í tölvupósti og í símar 433-1100.

Jaðarsbakkalaug

Jaðarsbakkalaug er 25 m útisundlaug með 5 heitum pottum, gufu og vatnsrennibraut. Skemmtileg sundlaug fyrir fjölskylduna, sundkappann og til sólbaðs. Sundlaugin er opin alla virka daga frá kl. 6:30 - 22:00 og um helgar frá kl. 09:00 - 19:00. Lokað er á stórhátíðardögum. 

Bjarnalaug

Bjarnalaug er 12,5 m innilaug með heitum potti sem staðsettur er í laugargarði utandyra. Bjarnalaug er einstaklega skemmtileg sundlaug og til gamans má geta þess að Bjarnalaug er til útleigu fyrir hin ýmsu tækifæri en athugið að útleiguhópar verða að vera eldri en 18 ára. Bjarnalaug er staðsett að Laugabraut 6 og er hún orðin 70 ára gömul. Laugin er notuð í dag sem kennslulaug fyrir Brekkubæjarskóla en einnig fer þar fram ungbarnasund og sundskóli. Bjarnalaug er opin almenningi yfir vetrartímann (september og til loka apríl) á laugardögum frá kl. 10.00-15.00 og sunnudaga frá kl. 10.00-15.00 en þá er laugin hituð í 33 - 34°C. Nánari upplýsingar eru í síma 433-1130 en einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti.

Guðlaug

Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi. Guðlaug er á þremur hæðum en þriðja hæðin næst áhorfendastúku er útsýnispallur, þar undir á annarri hæð er heit setlaug og sturtur ásamt tækjarými og á fyrstu hæð er grunn vaðlaug.  Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á mill bakkans og fjörunnar. Guðlaug er skilgreind sem náttúrulaug/afþreyingarlaug sem er opin allt árið um kring. Gjaldskrá Guðlaugar má sjá hér.

Nánari upplýsingar má lesa hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00