Fara í efni  

Fréttir

Jólaljósin tendruð á 100 ára fullveldisafmæli Íslands

Margt var um manninn á Akratorgi í dag þegar jólaljósin á Akratorgi voru tendruð við hátíðlega athöfn. Skólakór skipaður yngri nemendum Grundaskóla hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.
Lesa meira

Jólalegt við Akratorg - ný jólaljós og ljósalistaverk

Í ár kveikir Akraneskaupstaður á nýjum jólaljósum við miðbæjartorg Akraness. Um er að ræða jólaljós sem sett hafa verið á Landsbankahúsið svokallaða, trjágreinar í kringum Akratorg og nýtt ljósaverk sem staðsett er á grasbletti við hlið torgsins.
Lesa meira

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum vegna uppsagna hjá Norðuráli

Á fundi bæjarráðs Akraness í dag þann 29. nóvember lýsti bæjarráð yfir áhyggjum vegna uppsagna hjá Norðuráli í gærdag. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri hefur þegar sett í samband við forstjóra Norðuráls og fyrirhugað er að hann komi á næsta reglulega fund bæjarráðs í desember.
Lesa meira

Fjölmennt á Malavímarkaði í Grundaskóla

Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk Grundaskóla verið að undirbúa árlegan Malavímarkað sem fram fór í Grundaskóla í dag, fimmtudaginn 29. nóvember milli klukkan 11:45 og 13:00.
Lesa meira

Bólufreðinn og sultuslakur - fræðsla fyrir foreldra barna og ungmenna

Í kvöld þann 26. nóvember verður fræðslufundur fyrir foreldra barna og ungmenna um misnotkun kannabis og lyfseðilsskyldra lyfja. Fundurinn verður haldinn í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness að Dalbraut 1 og hefst hann kl. 18:00.
Lesa meira

Vel heppnaður bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Þann 20. nóvember sl. var haldin bæjarstjórnarfundur unga fólksins en sex bæjarfulltrúar mættu og voru umfjöllunarefnin fjölbreytt. Fulltrúarnir fengu endurgjöf frá kosnum bæjarfulltrúum og upplýsingar um stöðu einstakra mála.
Lesa meira

Leikskólinn Garðasel þátttakandi í YAP verkefni

Heilsuleikskólinn Garðasel hefur verið að innleiða YAP verkefnið í starfi hjá sér en verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics. Markmið YAP er að stuðla að því að öll börn fái næga hreyfiþjálfun en sérstök áhersla er á börn með sérþarfir/frávik.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 27. nóvember

1283. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira

Óskilamunir í íþróttamannvirkjum

Hægt er að vitja óskilamuna í öllum íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar dagana 30. nóv - 4. des.
Lesa meira

Breyting á aðal-og deiliskipulagi Miðbæjarsvæðis

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu á breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Miðsvæði M2 (miðsvæði Akratorg, Kirkjubraut, Stillholt) á Akranesi skv. 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00