Fara í efni  

Yfir þúsund nemendur mæta í skólann á mánudag

Á mánudag verður skólasetning í grunnskólum Akraness eftir sumarfrí. Þá munu 114 börn hefja sína skólagöngu í fyrsta bekk, en samanlagður fjöldi nemenda í báðum grunnskólum er 1.159 - 693 í Grundaskóla og 463 í Brekkubæjarskóla.

Foreldrar og nemendur eru eindregið hvattir til að undirbúa sig vel fyrir upphaf skólaársins og kynna sér mikilvægar upplýsingar á heimasíðum sinna skóla.

Við upphaf skólaárs er mikilvægt að nemendur komi með skólatösku, nesti, sundföt (ef það á við), auka fatnað í tösku og föt sem henta veðri. Skólinn útvegar allar bækur og ritföng sem nemendur nota.

Frístundaheimili eru í boði fyrir nemendur í 1.-4. bekk skólanna. Grundaskóli er með Grundasel og Brekkubæjarskóli með Brekkusel fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. Nemendur í 3. og 4. bekk hafa svo aðgang að Krakkadal í Þorpinu. Skráning fer fram í gegnum Völu frístund: https://fristund.vala.is/umsokn/#/login

Foreldrar eru einnig minntir á að hægt er að hafa samband við tengilið vegna samþættingar þjónustu barna með auknar stuðningsþarfir, til dæmis með því að smella hér. 

Tímasetningar skólasetningar eru aðgengilegar á heimasíðum skólanna. Foreldrar og forráðamenn eru auk þess hvattir til að kynna sér skóladagatalið vel og punkta hjá sér mikilvægar dagsetningar.

🔗 Skólasetning Grundaskóla
🔗 Skóladagatal Grundaskóla 2025–2026 (PDF)
🔗 Skólasetning Brekkubæjarskóla
🔗 Skóladagatal Brekkubæjarskóla 2025–2026 (PDF)


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00