Fara í efni  

Fréttir

Sendiherra Indlands í heimsókn á Akranesi

Föstudaginn 17. maí síðastliðinn heimsótti sendiherra Indlands, T. Armstong Changsan Akraness í þeim tilgangi að færa Bókasafni Akraness veglega gjöf. Gjöfin innihélt 37 bækur á erlendu tungumáli, flestar á ensku og hafa allar bækurnar tengingu við Indland.
Lesa meira

Leitin að hamingjunni - heimildamynd um vellíðan eldri borgara - ókeypis aðgangur

Föstudaginn 24. maí næstkomandi verður í Tónbergi sýnd heimildamyndin „Leitin að hamingjunni”. Í heimildamyndinni er rætt við 13 einstaklinga á aldrinum 70-91 árs um það hvernig þeir hafa skapað sér hamingjuríka tilveru. Ingrid Kuhlman, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun...
Lesa meira

Lausar stöður við leikskólann Teigasel

Leikskólinn Teigasel er þriggja deilda leikskóli með 74 börn, hóp af metnaðarfullu starfsfólki og heillandi barnahóp þar sem ríkir góður vinnuandi. Við leggjum áherslu á vinnu með stærðfræði, snemmtæka íhlutun í málörvun og opinn efnivið. Einkunnarorð leikskólans eru: GLEÐI – EINING – VIRÐING.
Lesa meira

Matjurtagarðar til leigu - breytt fyrirkomulag

Reitir í matjurtagörðum Akraneskaupstaðar eru lausir til útleigu fyrir sumaríð 2019. Eins og fyrri ár verður í boði að leigja 100 fermetra reiti sem kosta kr. 4.000 og 50 fermetra reiti sem kosta kr. 2.000. Garðarnir verða tilbúnir til notkunar 25. maí næstkomandi.
Lesa meira

Röskun á opnunartíma íþróttamannvirkja þann 17. maí n.k.

Föstudaginn 17. maí er hið árlega björgunar- og skyndihjálparnámskeið starfsmanna íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar og að þeim sökum mun opnunartími íþróttamannavirkja raskast og verður opið á eftirfarandi tímum:
Lesa meira

Akraneskaupstaður auglýsir til sölu atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3

Um er að ræða atvinnuhúsnæði við Akraneshöfn samtals 94 m² að stærð. Húsnæðið er við endabil með sérinngangi og innkeyrsludyrum og er aðkoma að húsnæðinu mjög góð. Húsnæðið er hugsað fyrir hafnsækna starfsemi og er mjög snyrtilegt að innan.
Lesa meira

Velferðar- og mannréttindasvið innleiðir hugmyndafræðina um þjónandi leiðsögn

Þann 14. maí var haldið grunnnámskeið í Þjónandi leiðsögn fyrir allt starfsfólk velferðar- og mannréttindasviðs. Námskeiðið var haldið 2x sama daginn, það fyrra frá kl. 9-12 og það seinna frá kl. 13-16.
Lesa meira

Ærslabelgurinn lokar tímabundið

Framkvæmdir eru hafnar við uppsetningu á hreystitækjum við Langasand. Sökum þess hefur ærslabelgnum verið tímabundið lokað vegna öryggisráðstafana. Reiknað er með að belgurinn opni aftur í vikulok.
Lesa meira

Íbúafundur um mótun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar

Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar vinnur að mótun umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Að gefnu tilefni verður efnt til íbúafundar um málefnið fimmtudaginn 23. maí í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og hefst hann kl. 17:30.
Lesa meira

Samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Grammateks ehf. um þróun sjálfvirkrar spurningasvörunar á heimasíðu kaupstaðarins

Nýverið fékk samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Grammateks ehf. myndarlegan styrk frá Rannís, úr Markáætlun í tungu og tækni. Markmið verkefnisins er að þróa frumgerð hugbúnaðar til sjálfvirkrar spurningasvörunar í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00