Fara í efni  

Vitinn - Félag áhugaljósmyndara á Akranesi

Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi var stofnað 10.febrúar árið 2010.

Félagið fékk fyrst nafnið Ljósmyndaklúbbur Akraness, en fékk fljótlega nýtt nafn sem er nafn félagsins í dag.

Fundir eru haldnir reglulega yfir vetrartímann. Félagið hefur staðið fyrir ljósmyndasýningum, gefið út þrjár ljósmyndabækur og farið í ljósmyndaferðir. Á fundunum er ýmis fræðsla í bland við kynningar, myndasýningar og spjall tengt áhugamálinu. Félagið hlaut Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar árið 2015 fyrir kennslu í ljósmyndun í grunnskólum bæjarins.

Félagið heldur úti tveimur síðum á Facebook:

Vitinn - Opin síða á facebook síðan er opin öllum til að sýna myndir.

Vitinn - Lokuð síða fyrir félagsmenn síðan er aðeins opin fyrir skráða félagsmenn. Þar er að finna allskonar fræðsluefni og ýmislegt sem tengist starfi félagsins.

Markmið félagsins er að leiða saman fólk með sama áhugamál, skiptast á þekkingu, styrkja hvert annað í áhugamálinu og hafa gaman.

Við hvetjum áhugasama einstaklinga til að kíkja á fund.

// Ljósmynd eftir Hrannar Hauksson - úr haustlitaferð Ljósmyndaklúbbsins.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00