Fara í efni  

Lýðheilsuvísar

Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu og líðan.

Hvaða þættir hafa áhrif á heilsu og líðan?

Heilsa og líðan geta verið breytileg eftir þáttum sem ekki er hægt að breyta, s.s. aldri, kyni og erfðafræðilegum þáttum en einnig þáttum sem hafa má áhrif á. Þar má nefna lifnaðarhætti á borð við áfengis- og tóbaksneyslu, mataræði og hreyfingu, samskipti við fjölskyldu og vini auk lífsskilyrða eins og menntun, atvinnu, húsnæði, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þessir þættir geta ýmist stuðlað að betri heilsu eða aukið líkur á sjúkdómum. Aðgerðir sem stuðla að bættu vinnuumhverfi og skólaumhverfi geta t.d. stuðlað að betri heilsu og líðan og dregið úr ójöfnuði. Svæðisbundnir lýðheilsuvísar geta nýst þeim samfélögum sem vilja leggja áherslu á heilsu og líðan þegna sinna með aðild að Heilsueflandi samfélagi og Heilsueflandi skóla.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00