Fara í efni  

Vinnuskóli

Vinnuskóli Akraness er starfræktur yfir sumarmánuðina, þ.e. júní, júlí og ágúst. Öll ungmenni í 8. - 10. bekk grunnskólanna sem eru með lögheimili á Akranesi geta sótt um starf í Vinnuskólanum. Einnig er 17 ára unglingum tryggð vinna yfir sumarið. Lengd vinnutímabils getur verið breytileg frá ári til árs. 

Jón Arnar Sverrisson, garðyrkjustjóri á skipulags- og umhverfissviði, sér um rekstur Vinnuskólans en hann gefur jafnframt nánari upplýsingar bæði í tölvupósti á netfangið jonsverris@akranes.is og í síma 433-1056 

Vinnutími unglinga fædd 2006-2008

Allir unglingar fæddir árin 2006-2008 með lögheimili á Akranesi hafa rétt til þátttöku í Vinnuskólanum. Starfstími Vinnuskólans fyrir 8., 9. og 10. bekkinga er frá miðvikudeginum 8. júní til föstudagsins 12. ágúst og vinna árgangarnir á mismunandi tímabilum yfir sumarið. Vinnuskólinn er lokaður frá miðvikudeginum 27. júlí til þriðjudagsins 2. ágúst og hefst vinna aftur miðvikudaginn 3. ágúst. Það skal tekið skýrt fram að þetta er sá vinnutími sem stefnt er að með fyrirvara um breytingar í ljósi upplýsinga um fjölda umsækjenda eða annarra aðstæðna þegar nær dregur sumri. Heil vinnuvika er 35 klst. Unnið frá kl. 8:30 - 12:00 og 13:00 - 16:30 mánud. til fimmtud. og á föstudögum unnið frá 8:30 til 12:35. Kaffitímar unnir og því styttri vinnutími á föstudögum. Umsóknir fara fram hér á umsóknarvef Völu Vinnuskóla 

Starfsemi vinnuskólans verður kynnt fyrir nemendum í viðkomandi skóla í maí. Haldinn er fundur með umsækjendum áður en vinnuskólinn hefst og verður hann boðaður sérstaklega.

Stefnt er að vinnu fyrir:

Unglinga f. árið 2008 (8. bekkur)
  • Þeim stendur til boða að velja milli þriggja tímabila í hálfan mánuð og aðeins á morgnana frá kl. 08:30 til 12:00.
    • 8. júní - 22. júní. 
    • 30. júní - 13. júlí
    • 18. júlí  - 5. ágúst (Vinnuskóli lokaður 27. júlí til 2. ágúst).
Unglinga f. árið 2007 (9. bekkur)
  • Þeim stendur til boða að velja milli tveggja tímabila í fjórar vikur samfellt, yfir allan daginn.
    • 8 .júní - 5. júlí.
    • 11. júlí - 12. ágúst (Vinnuskóli lokaður 27. júlí til 2. ágúst).
Unglinga f. árið 2006 (10. bekkur)
  • Þeim stendur til boða að vera í sex vikur samfellt, yfir allan daginn. 
    27. júní - 12. ágúst (Vinnuskóli lokaður 27. júlí til 2. ágúst).
Launatímabil og útborgunardagar
  • 8. júní -  9. júlí              útborgunardagur 15. júlí
  • 10. júlí - 12. ágúst       útborgunardagur 15. ágúst

 

 

Vinna unglinga fædd árið 2005

Akraneskaupstaður og Vinnuskóli Akraness bjóða unglingum f. 2005 með lögheimili á Akranesi vinnu við Vinnuskólann. Vinnan hefst í lok maí og unnið er 35 klst. á viku. Um er að ræða almenna garðvinnu og önnur tilfallandi störf er heyra undir starfsemi vinnuskólans. Stefnt er að vinnu í 4 vikur að lágmarki og allt að 10 vikum. Það ræðst af fjölda umsækjenda hversu langur sá tími verður. Haldinn verður fundur með umsækjendum áður en vinnan hefst og farið yfir stöðuna.

Umsóknarfrestur er til og með 13. maí. Aðeins þeim sem skila inn umsókn fyrir tiltekinn tíma verður veitt vinna. Umsóknir fara fram hér á umsóknarvef Völu Vinnuskóla

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00