Fara í efni  

Vinnuskóli

Vinnuskóli Akraness er starfræktur yfir sumarmánuðina, þ.e. júní, júlí og ágúst. Öll ungmenni í 8. - 10. bekk grunnskólanna sem eru með lögheimili á Akranesi geta sótt um starf í Vinnuskólanum. Unglingar sem eru 17 ára geta einnig sótt um vinnu í Vinnuskólanum og fer lengd vinnutímabils þeirra eftir fjölda umsókna. Vinnutími Vinnuskólans getur verið breytilegur frá ári til árs og hægt er að velja um vinnutímabil. Umsóknir fara fram í gegnum umsóknarvefinn, Vala - Vinnuskóli.

Sótt er um hér 

Jón Arnar Sverrisson, garðyrkjustjóri er forstöðumaður Vinnuskólans. Hann gefur nánari upplýsingar í tölvupósti á netfangið jonsverris@akranes.is

Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu og skýrar reglur varðandi vinnuumhverfi. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu byggðalagsins. Lögð er áhersla á gleði, vinnu og lærdóm þar sem námsefni og verkefni vinnuskólans samanstendur af fræðslu, tómstundum og vinnu.

Markmið vinnuskólans er að undirbúa unglingana í vinnu áður en haldið er út á hinn almenna vinnumarkað. Lögð er áhersla á samskiptareglur, ástundun og vinnusemi og virðingu gagnvart vinnu. Einnig eru grundvallaratriði í vinnubrögðum kynnt og notkun verkfæra. Þá eru félagsleg samskipti og samvinna mikilvægir þættir í Vinnuskólanum auk fræðslu og kynningar af ýmsu tagi, sem fléttað er inn í starfsemina.

Handbók Vinnuskólans er hægt að sjá í heild sinni hér

Vinnutími unglinga fæddra 2008-2010

Allir unglingar fæddir árin 2008-2010 með lögheimili á Akranesi hafa rétt til þátttöku í Vinnuskólanum. Starfstími Vinnuskólans sumarið 2024, fyrir 8., 9. og 10. bekkinga er frá 10. júní til 14. ágúst. Árgangarnir vinna á mismunandi tímabilum yfir sumarið. Vinnuskólinn er lokaður frá miðvikudeginum 31. júlí til þriðjudagsins 6. ágúst og hefst vinna aftur miðvikudaginn 7. ágúst. Það skal tekið skýrt fram að þetta er sá vinnutími sem stefnt er að með fyrirvara um breytingar í ljósi upplýsinga um fjölda umsækjenda. Unnið er frá kl. 8:30 - 12:00 og 13:00 - 16:30 mánud. til fimmtud. Ekki er unnið á föstudögum. Kaffitímar eru 20 mín. fyrir hádegi og 20 mín. eftir hádegi og 1 klst. í matarhlé.

Umsóknir fara fram í gegnum umsóknarvef Vinnuskólans og stefnt er að því að opna fyrir umsóknir um miðjan apríl. 

Setning Vinnuskólans verður miðvikudaginn 7. júní kl. 10:00 í Tónbergi. Þar verður farið yfir starfsemi sumarsins, veittar upplýsingar og fræðsla.

  • Unglingar fæddir 2010 (8.bekkur)

    Þeim stendur til boða að velja á milli þriggja tímabila, í 10 daga, hálfan daginn. (8.30-12.00). Samtals 35 klst.

    • 18. júní – 3. júlí
    •   8. júlí – 23. júlí
    • 23. júlí – 14. ágúst
  • Unglingar fæddir 2009 ( 9.bekkur)

    Þeim stendur til boða að velja á milli tveggja tímabila, í 20 daga, allan daginn. (8.30-12.00 og 13.00-16.30). Samtals 140 klst.

    • 10. júní – 15. júlí
    • 4. júlí - 14. ágúst

Unglingar fæddir 2008 ( 10. bekkur)

Þeim stendur til boða að vera í 30 daga, allan daginn. (8.30-12.00 og 12.00-16.30). Samtals 210 klst.

    • 10. júní – 14. ágúst.      Frívika 8. júlí – 11. júlí.

Launatímabil og útborgunardagar

 10. júní – 11. júlí                útborgunardagur 18. júlí.

 15. júlí – 14. ágúst.            útborgunardagur 19. ágúst.

 

Vinna unglinga fæddra árið 2007

Unglingar fæddir árið 2007, sem verða 17 ára á árinu, með lögheimili á Akranesi, geta sótt um vinnu í Vinnuskólanum. Um er að ræða almenna garðvinnu og önnur tilfallandi störf sem tilheyra Vinnuskólanum. Það ræðst af fjölda umsækjenda hversu langur vinnutíminn getur orðið eða allt frá 4 vikum og upp í 10 vikur.

Umsóknir fyrir sumarið 2024 fara fram í gegnum umsóknarvef Vinnuskólans. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir um miðjan apríl.

Vinnutímabil hjá 17 ára unglingum er frá 10. júní til 14. ágúst. Setning Vinnuskólans verður föstudaginn 7. júní kl. 10 í Tónbergi.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00