Fjólublár bekkur við Höfða vekur athygli
Athugulir Skagamenn hafa tekið eftir bekk sem stendur framan við hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða og er nú málaður í fagurfjólubláum lit. Það voru tengiliðir Alzheimersamtakanna á Akranesi sem máluðu bekkinn, en hann er hluti af vitundarvakningu sem sveitarfélög víða um landið hafa tekið þátt í og miðar að því að vekja athygli á og stuðla að umræðu um heilabilun. Yfirskrift vitundarvakningarinnar er Munum leiðina, en fjólublár er alþjóðlegur litur Alzheimer sjúkdómsins og annarra heilabilunarsjúkdóma. Áætlað er að yfir 5.000 einstaklingar á Íslandi glími við heilabilun.
Í fyrrasumar fór fram fyrsta bekkjarganga Alzheimersamtakanna en þá var gengið í þremur sveitarfélögum á landinu. Gangan er liður í því að stuðla og líkamlegri og félagslegri virkni, en rannsóknir hafa sýnt að með henni er meðal annars hægt að minnka líkur á heilabilun, hægja á framgangi sjúkdóma sem valda heilabilun og minnka einkenni.
Á næstunni verður komið fyrir svokölluðum QR kóða á bekknum sem fólk getur skannað til að styrkja Alzheimersamtökin og kynna sér starf þeirra. Hægt er að styrkja samtökin með því að smella hér.
Skagamenn eru hvattir til að fá sér sæti á bekknum góða og jafnvel deila af sér myndum á honum. Hér má finna nánari upplýsingar um bekkina og hvar þá er að finna á landinu.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember