Fara í efni  

Tónlistarskólinn á Akranesi

Hlutverk Tónlistarskólans á Akranesi er að stuðla að öflugu tónlistarlífi, jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Áhersla skal lögð á að skólinn þjóni öllum þeim sem eftir tónlistarnámi sækjast án tillits til aldurs, ennfremur ber skólanum að taka tillit til margbreytilegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska. Tónlistarskólinn á Akranesi býr við góðan aðbúnað til kennslu að Dalbraut 1 og býður upp á fjölbreytileika í skólastarfinu. 

Skólastjóri Tónlistarskóla Akraneskaupstaðar er Jónína Erna Arnardóttir, sem veitir jafnframt nánari upplýsingar í tölvupósti og í síma 433-1900. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Tónlistarskólann á heimasíðu skólans.

Meginmarkmið

  • Að stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist, ásamt því að hlusta á og njóta hennar.
  • Að stuðla að auknu tónlistarlífi í bænum i samvinnu við aðrar mennta- og menningarstofnanir.
  • Að skólinn eigi á að skipa áhugasömu og hæfu starfsfólki.
  • Að eiga gott samstarf við foreldra / forráðamenn nemenda.
  • Að leggja áherslu á hagkvæmni í rekstri.

Tónleika- og ráðstefnusalurinn Tónberg

Tónberg er glæsilegur tónleika- og ráðstefnusalur í húsnæði Tónlistarskólans á Akranesi, búinn fullkomnustu tækjum til hverskyns flutnings bæði á töluðu máli og tónlist. Hann tekur alls 177 manns í sæti og er hljómburðurinn einstakur. Fullkomið innbyggt hljóðkerfi frá LARES til allra nota, s.s. ráðstefnuhalds, tónleikahalds og kvikmyndasýninga af DVD, Blu-ray og Video er til staðar. Einnig er hljómflutningskerfi 8000w kerfi með 24 rása mixer og digital snák ásamt tilheyrandi hljóðnemum og fleira í salnum. Umsjón með salnum hefur skólastjóri skólans. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00