Sumarfundur ríkisstjórnarinnar með forsvarsmönnum sveitarfélaga á Vesturlandi

Í gær var sumarfundur ríkisstjórnarinnar haldinn í Stykkishólmi þangað sem forsvarsmenn sveitarfélaga á Vesturlandi fjölmenntu.
Vegamálin voru þar í brennidepli. Forsvarsmenn sveitarfélaganna greindu frá hugmyndum sínum um breytingu á samgönguáætlun, en auk umræðu um óboðlegt ástand vega á Snæfellsnesi og í Dölum var lögð áhersla á mikilvægi þess að áætlanir um Sundabraut gangi eftir, að framkvæmdir við þjóðveg 1 á Kjalarnesi verði kláraðar og að undirbúningi við tvöföldun Hvalfjarðarganga verði hraðað.
Orkumál voru einnig rædd og farið yfir að efla þurfi svæðislínuna á Akranes þar sem fyrirhugaðar eru framkvæmdir við orkufrek fyrirtæki á Akranesi. Áhersla var lögð á að fjölga sérverkefnum á sjúkrahúsunum á Akranesi og í Stykkishólmi, að fjölga hjúkrunarrýmum, tryggja auknar fjárveitingar til lögreglu svo tryggja megi sólarhringsvakt í Borgarnesi og á Akranesi og að ríkisstjórnin verði að knýja ESB til að falla frá fyrirhuguðum tollum á járnblendi.
Á sumarfundinum var einnig skrifað undir samstarfsyfirlýsingu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, en markmiðið er að laða að aukinn mannauð og gera starfsstöðvar HVE og búsetu á Vesturlandi að eftirsóknarverðum valkosti fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Samstarfsyfirlýsingin kemur til af því að erfiðlega hefur gengið að manna störf á ákveðnum svæðum á Vesturlandi sem eru hluti af nauðsynlegri þjónustu. HVE hefur farið ýmsar leiðir til að bregðast við vandanum og sumar þeirra hafa skilað árangri. Í yfirlýsingunni segir að í nútíma samfélögum sé ekki nóg að geta boðið áhugaverð störf með ásættanlegum launum, ýmsir búsetukostir og þjónusta þurfi að vera til staðar. Vegna þessa hafi HVE og SSV tekið höndum saman og vinna í sameiningu að gera hinar ýmsu úrbætur sem miða að því að auðveldara verði að ráða heilbrigðisstarfsfólk til starfa á Vesturlandi.
Ragnar Sæmundsson stjórnarformaður SSV, Alma Möller heilbrigðisráðherra og Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE við undirritun samstarfsyfirlýsingar.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember