Akranesstrætó
Á Akranesi er í boði innanbæjarstrætó á virkum dögum, nefndur Akranesstrætó. Notkunin er gjaldfrjáls fyrir alla, bæði íbúa og gesti. Reglulegar akstursleiðir eru þrjár, Leið 1 og 2 og Frístundastrætó.
Rekstraraðili innanbæjarstrætó á tímabilinu 2022 – 2029 er Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. Nánari upplýsingar eru hjá Þjónustuveri Akranes, s. 433 1000. Á kortasjá Akraness má sjá leiðirnar og staðsetningu stoppustöðva.
Í júní 2023 tekur þjónustuaðili í notkun 2 nýja rafmagnsvagna við þessa þjónustu.
LEIÐ 1
Akstursleið 1 ekur hring um bæinn frá kl. 7:10 til 17:45 frá Innnesvegi. Í hverjum hring stoppar hann á 31 stoppustöð
Yfirlitskort með stoppustöðvum og tímasetningum er aðgengilegt hér að neðan.
LEIÐ 2
Akstursleið 2 ekur annan hring um bæinn kl. 7:05 - 7:45 – 12:05 – 16:05 – 16:45 frá Innnesvegi. Þetta er önnur leið heldur en akstursleið 1.
Yfirlitskort með stoppustöðvum og tímasetningum er aðgengilegt hér að neðan.
FRÍSTUNDASTRÆTÓ
Einnig í boði Frístundastrætó. Tilgangur hans að auðvelda börnum og ungmennum að komast á íþróttaæfingar og annað frístundastarf eftir að skóla lýkur á daginn. Hann gengur í 2 klukkustundir á virkum dögum á starfstíma grunnskólanna. Fyrsta ferð fer af stað kl. 13:30 og síðasta kl. 15:30.
Vagninn mun hafa 7 stoppistöðvar.
Yfirlitskort með stoppustöðvum og tímasetningum er aðgengilegt hér að neðan.