Fara í efni  

Akranesstrætó

Á Akranesi er innanbæjarakstur/Akranesstrætó sem gengur alla virka daga frá 07:10 - 18:00, ekki er ekið um helgar. Strætóinn er án endurgjalds fyrir notendur hans. Rekstraraðili strætisvagnsins er Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. sem gefa allar nánari upplýsingar um ferðir vagnsins í síma 433 8800.

Akstursleiðarnar eru tvær, annars vegar morgunferð frá kl. 07:10 - 9:40 og hins vegar seinni ferð frá kl. 11:15 - 17:45. Breytingin á milli þessara akstursleiða felst í því að akstri í seinni ferð er hætt um Jörundarholt, Suðurgötu og Vitateig en þess í stað er ekið austur Þjóðbraut frá Esjutorgi og tilbaka. Einnig á leiðinni að Akratorgi er ekið vestur Merkigerði að Vesturgötu og upp Skólabraut að Akratorgi.

Tímatafla og yfirlitskort af leiðarkerfi vagnsins er aðgengilegt hér að neðan.  


Tímatafla      Yfirlitskort

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00