Fara í efni  

Akranesstrætó

Á Akranesi er innanbæjarakstur/Akranesstrætó sem gengur alla virka daga frá 07:10 - 18:00, ekki er ekið um helgar. Strætóinn er án endurgjalds fyrir notendur hans. Rekstraraðili strætisvagnsins er Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. sem gefa allar nánari upplýsingar um ferðir vagnsins í síma 433 8800.

Akstursleiðarnar eru tvær, annars vegar morgunferð frá kl. 07:10 - 9:40 og hins vegar seinni ferð frá kl. 11:15 - 17:45. Breytingin á milli þessara akstursleiða felst í því að akstri í seinni ferð er hætt um Jörundarholt, Suðurgötu og Vitateig en þess í stað er ekið austur Þjóðbraut frá Esjutorgi og tilbaka. Einnig á leiðinni að Akratorgi er ekið vestur Merkigerði að Vesturgötu og upp Skólabraut að Akratorgi.

Tímatafla og yfirlitskort af leiðarkerfi vagnsins er aðgengilegt hér að neðan.  


Tímatafla      Yfirlitskort

Frístundastrætisvagn á vegum Akraneskaupstaðar er í samstarfi við Hópferðabíla Reynis Jóhannssinar. Tilgangur hans að auðvelda börnum og ungmennum að komast á íþróttaæfingar og annað frístundastarf eftir að skóla lýkur á daginn. Hann er viðbót við núverandi innanbæjarstrætisvagninn og er ætlað að létta á honum á álagstímum.

Vagninn mun hafa 7 stoppistöðvar sem eru:

F1. Íþróttahúsið Vesturgötu
F2. Tónlistaskólinn (á leið til Jaðarsbakka)
F3. Þorpið (á leið til Jaðarsbakka)
F4. Íþróttahúsið Jaðarsbökkum
F5. Þorpið (á leið til Vesturgötu)
F6. Tónlistaskólinn (á leið til Vesturgötu)
F7. Merkigerði (hugsað fyrir sund í Bjarnalaug)

Þennan hring fer vagninn þrisvar á klukkustund.   Yfirlitskort og tímatafla

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00