Fara í efni  

Leikskólar

Börn í leik á VallarseliÁ Akranesi eru starfandi fjórir leikskólar sem starfa eftir lögum og reglugerðum um leikskóla sem og skólastefnu Akraneskaupstaðar.  Mennta- og menningarmálaráðuneyti mótar uppeldisstefnu leikskóla í aðalnámskrá en sérhver leikskóli skipuleggur og starfar eftir sínum áherslusviðum og gerir eigin áætlanir sem byggja á markmiðum laga um leikskóla og aðalnámskrá.

Sviðsstjóri skóla og frístundasviðs er Valgerður Janusdóttir, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í tölvupósti og í síma 433-1000. Sviðsstjóri hefur umsjón með faglegu leikskólastarfi á Akranesi. Meðal verkefna sviðsstjóra er að hafa umsjón með sérfræðiþjónustu, biðlistum og innritun í skóla.   

Verklagsreglur um innritun í leikskóla

Aðeins er hægt að innrita börn í leikskóla sem eiga lögheimili á Akranesi.  Þeir sem hafa tekið ákvörðun um að flytja á Akranes geta sótt um þremur mánuðum fyrir flutning.  Innritað er í leikskóla á því ári sem börn verða tveggja ára og inntaka fer að jafnaði fram að loknu sumarleyfi leikskólanna. 

Forgangur í leikskóla

Börn sem að mati sérfræðinga hafa sérstaka þörf fyrir leikskóladvöl hafa forgang í leikskóla. Umsóknir um forgang eru teknar fyrir á fundi með sérfræðiþjónustu skóla. Með beiðni um forgang þarf að fylgja bréf frá sérfræðingum eða læknisvottorð.

Innritun í leikskóla

Foreldrar/forráðamenn sækja um leikskólavist í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Hægt er að sækja um leikskóla strax og kennitala barns hefur verið skráð. Börn innritast í leikskóla eftir kennitölu, þau elstu fyrst.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00