Fara í efni  

Dagforeldrar

Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar en Akraneskaupstaður hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra ásamt því að sjá um ráðgjöf og upplýsingar til dagforeldra og foreldra. Tengiliður Akraneskaupstaðar við dagforeldra er Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir en  hún hefur nánari upplýsingar í bæði tölvupósti á netfangið skoliogfristund@akranes.is og í síma 433-1000.  Til að fá starfsleyfi til daggæslu í heimahúsum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem er að finna í eftirfarandi gildandi reglum um starfsemi dagforeldra:

Samskipti við dagforeldra

Til að gæslan gangi vel og allir séu sáttir þurfa samskiptin að vera góð. Ef foreldrar eru ekki sáttir við eitthvað í daggæslunni þá þurfa þeir að ræða það við dagforeldrið án tafar. Það er ekki heppilegt fyrir barn að vera í daggæslu sem foreldrið er ekki sátt við eða treystir ekki fullkomlega. Hafa skal í huga að mörg mál eru mun smærri þegar þau eru rædd heldur en þegar þau veltast í huga manns og smámál hafa tilhneigingu til að vefja upp á sig frekar en hitt. Ef foreldrum og dagforeldrum tekst ekki að leysa úr málum er hægt að hafa samband við fulltrúa Akraneskaupstaðar sem mun þá leitast við finna lausn sem báðir aðilar eru sáttir við

Barnafjöldi

Leyfilegur barnafjöldi hjá dagforeldri er allt að fjórum börnum samtímis fyrsta árið. Að því loknu er heimilt að veita leyfi fyrir einu barni til viðbótar. Þó þannig að eigi skulu að jafnaði vera á heimilinu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri. Skörun á tímum barna í daggæslu er ekki heimilaður nema milli kl. 12 og 13 á daginn. Þar sem tveir dagforeldrar starfa saman er leyfilegt að vera með allt að tíu börn í einu  þ.e. fimm börn fyrir hvort dagforeldri.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00