Fara í efni  

Ljósmyndasafn

Ljósmyndasafn AkranessHlutverk Ljósmyndasafns Akraness er að safna, skrá og varðveita ljósmyndaefni og skjöl sem hafa menningarsögulegt gildi og varpa ljósi á sögu Akraness. 

Safnið tekur við og varðveitir efni frá fyrirtækjum, stofnunum og einkaaðilum sé þess óskað. Ljósmyndasafn Akraness hefur jafnframt það hlutverk að festa samtímasögu kaupstaðarins á mynd sem og að afla skipulega heimildaljósmynda um sögu hans.

Stöðugt bætist við þær upplýsingar sem skráðar eru á vefinn, bæði af starfsmönnum ljósmyndasafnsins og eins berast ábendingar frá þeim sem skoða vefinn. Safnið nýtur stuðnings fjölda fólks sem skoðar vefinn reglulega og sendir inn upplýsingar. Á vef Ljósmyndasafns Akraness eru nú um 40.000 myndir eftir stóran hóp ljósmyndara. Nýlega gaf ljósmyndafélagið Vitinn Akraneskaupstað myndir af öllum húsum bæjarins og verða þær myndir varðveittar á ljósmyndasafninu. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00