Fara í efni  

Fréttir

Menningarhátíðin Vökudagar mun fara fram á Akranesi dagana 27. október – 6. nóvember

Við viljum gjarnan heyra í listamönnum og frá vinnustöðum sem vilja standa að listviðburðum t.d. með því að bjóða ungu tónlistarfólki að stíga á stokk eða glæða veggi lífi með listaverkum svo eitthvað sé nefnt. Við getum aðstoðað við að para saman listamann og vettvang!
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 27. september

1240. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Laust starf félagsráðgjafa í barnavernd

Laus er til umsóknar 100% staða félagsráðgjafa í barnavernd hjá Akraneskaupstað. Um er að ræða tímabundið starf í u.þ.b. eitt og hálft ár.
Lesa meira

Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2016

Hin árlegu menningarverðlaun Akraneskaupstaðar verða afhent á menningarhátíðinni Vökudögum sem haldin verður 27. október til 6. nóvember. Búið er að opna fyrir tilnefningar og er hægt að tilnefna til og með 14. október nk. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri til að hafa áhrif á það...
Lesa meira

Ljósmyndasýning Marc Koegel í Akranesvita

Laugardaginn 17. september síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Akranesvita eftir ljósmyndarann Marc Koegel. Marc er fæddur í Þýskalandi en hefur verið búsettur í Vancouver í Kanada síðan 1996. Hann hefur staðið fyrir fjölmörgum ljósmyndasýningum víðsvegar um heiminn auk þess að standa fyrir...
Lesa meira

Akraneskaupstaður auglýsir eftir fjármálastjóra

Á fundi bæjarráðs þann 1. september var samþykkt að heimila ráðningu nýs fjármálastjóra Akraneskaupstaðar. Um er að ræða tilfærslu á störfum innan stjórnsýslu- og fjármálasviðs en tveir þjónustufulltrúar eru að hætta störfum og verða stöður þeirra ekki auglýstar lausar til umsóknar. Núverandi fjármálastjóri mun
Lesa meira

Tilkynning frá Veitum: Heitt vatn tekið af öllum húsum á Akranesi

Þriðjudaginn 13. september frá kl 20:00 til kl 4:00 aðfaranótt miðvikudags verður heitt vatn tekið af öllum húsum á Akranesi. Veitur vinna við að fjarlægja brunn sem er á heitavatns stofnlögn sem liggur til Akraness. Vegna þessara vinnu munu einnig Jaðarsbakkalaug og Bjarnalaug loka á þriðjudagskvöld frá og með kl. 19:45.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 13. september

1239. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Svart og hvítt á Bókasafni Akraness

Á Bókasafni Akraness stendur yfir sýning Þorvaldar Jónssonar, Svart og hvítt. Þorvaldur sýnir kalligrafíu og leturverk og er sýningin einkum ætluð til kynningar og fræðslu um þróun leturgerðar allt frá tímum skömmu fyrir Kristburð til okkar daga. Tæpt er á sögulegum
Lesa meira

Endurnýjun slitlags, gangstétta og lagna á Vesturgötu

Á fundi bæjarráðs 1. september síðastliðinn var samþykktur hönnunarsamningur við Eflu um endurnýjun slitlags, hluta gangstétta og endurnýjun lagna á Vesturgötu milli Stillholts og Merkigerðis. Hönnunarvinna á verkinu mun fara af stað um miðjan septembermánuð. Reiknað er með að tilboð í verkið liggi fyrir...
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00