Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

Bæjarstjórn skal á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kjósa þrjá fulltrúa í skipulags- og umhverfisráð til eins árs og jafnmarga til vara. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann.

Skipulags- og umhverfisráð er bæjarráði og bæjarstjórn til ráðgjafar í þeim málaflokkum sem tilheyra skipulags- og umhverfissviði, m.a. skipulagsmálum, byggingamálum, brunavörnum og brunamálum, umferðarmálum, samgöngumálum, ferlimálum fatlaðra, hreinlætismálum, umhverfismálum, veitumálum, fasteignamálum og framkvæmdum á vegum bæjarins. Ráðið gerir tillögur til bæjarráðs um stefnu og markmið í framangreindum málaflokkum og hefur eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar og bæjarráðs í þessum málaflokkum nái fram að ganga.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00