Fara í efni  

Fréttir og fróðleikur

Hreyfistöðvar í Garðalundi vígðar

Þann 7. júlí sl. opnaði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, Hreyfistöðvar í Garðalundi en þar eru ellefu upplýsingaskilti með leiðbeiningum um æfingar. Hreyfistöðvar í Garðalundi eru hluti af Heilsueflandi samfélagi á Akranesi og er verkefnið samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.
Lesa meira

Hreyfiávísun fyrir íbúa 19 ára og eldri

Ein af aðgerðum Akraneskaupstaðar til viðspyrnu vegna heimsfaraldursins Covid-19 er að veita íbúum Akraness 19 ára og eldri hreyfiávísun að verðmæti kr. 5000.
Lesa meira

Bíllausi dagurinn á Akranes

Bíllausi dagurinn verður á Akranesi laugardaginn 13. júní og hvetjum við alla til að hvíla bílinn þennan dag. Góð hugmynd fyrir þá sem þurfa að ferðast út úr bænum að geyma bílinn við útjaðri bæjarins. Margt skemmtilegt verður í gangi þennan dag og hvetjum við íbúa til að taka þátt.
Lesa meira

Hjóla- og gönguvika framundan

Dagana 10.-13. júní verður hjóla- og gönguvika á Akranesi
Lesa meira

Hreyfivika UMFÍ

Hreyfivika 25.-31.maí og margt skemmtilegt í boði á Akranesi.
Lesa meira

Akraneskaupstaður fær styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

Akraneskaupstaður fékk á dögunum þriggja mánaða styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til verkefnisins: Ríkidæmi náttúrulegra stranda og tækifæri til aukinnar lýðheilsu „The riches of natural beaches and an opportunity to increase public health“
Lesa meira

Hjólað í vinnuna

Fer fram 6. - 26. maí nk. Tökum þátt og stuðlum að heilsueflandi og umhverfisvænum ferðamáta.
Lesa meira

Styttist í opnun á nýju fimleikahúsi á Akranesi

Stefnt er að því að starfsemi geti hafist í nýja fimleikahúsinu í byrjun júní.
Lesa meira

Heilsuefling fyrir aldraða - stólaleikfimi

Heilsuefling - stólaleikfimi hófst miðvikudaginn 5. febrúar sl. að Kirkjubraut 40. Tímarnir eru alla miðvikudaga frá kl.12:15 til 12:45 og eru ætlaðir þeim sem EKKI hafa tök á að fara í heilsueflinguna að Jaðarsbökkum. Að meðaltali eru um 20 manns að mæta og hægt er að bæta við fleiri áhugasömum.
Lesa meira

Undirritun samnings um Heilsueflandi samfélag

Þann 1. október síðastliðinn undirrituðu Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri og Alma D. Möller, landlæknir, samning um innleiðingu Heilsueflandi samfélags á Akranesi. Með samningnum skuldbindur Akraneskaupstaður sig til að innleiða markmið Heilsueflandi samfélags á Akranesi í samráði við Embætti landlæknis og er 29. sveitarfélag landsins sem leggur í þessa vegferð.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00