Fara í efni  

Menningarhátíðin Vökudagar

Á Akranesi er mannlíf í miklum blóma. Íbúar á Akranesi hafa aldrei verið fleiri og bærinn stækkar ört. Í blómlegum bæ er mikilvægt að menningarlíf sé öflugt og fjölskrúðugt þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Í lok október og byrjun nóvember ár hvert bjóða bæjaryfirvöld á Akranesi til menningarhátíðarinnar Vökudaga en tilgangur hátíðarinnar er ekki síst að efla menningarlífið í bænum og lífga um leið upp á skammdegið. Umfang hátíðarinnar hefur aukist ár frá ári og hefur hún notið vaxandi vinsælda meðal bæjarbúa; reyndar hefur hróður hennar borist langt út fyrir bæjarmörkin enda sækir fólk úr nágrannasveitarfélögum og jafnvel víðar að þessa skemmtilegu hátíð. Dagskrá hennar og viðburðir hafa sömuleiðis orðið viðameiri með hverju árinu og einnig hefur þátttaka fyrirtækja og stofnana aukist jafnt og þétt. Þannig hafa Vökudagar öðlast sinn fasta sess í bæjarlífinu - Vökudagar eru komnir til að vera.

Viðburði Vökudaga má finna á vef Skagalífs

Facebook síða Vökudaga

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00