Fara í efni  

Grunnskólar

Öllum börnum, að jafnaði á aldrinum 6 – 16 ára, er skylt að sækja grunnskóla.  Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Á Akranesi eru starfandi tveir grunnskólar, Brekkubæjarskóli og Grundaskóli, með bekkjardeildum frá 1. – 10. bekk. Skólarnir starfa eftir lögum og reglugerðum um grunnskóla og skólastefnu Akraneskaupstaðar auk þess sem þeir starfa hvor eftir sínum áherslum og stefnum. 

Skólahverfi á Akranesi – í hvaða skóla á barnið að innritast

Á Akranesi eru reglur um innritun skólabarna, skólahverfi og flutning milli skóla. Akranesi er skipt í tvö svæði sem tilheyra annars vegar Brekkubæjarskóla og hins vegar Grundaskóla. Mörkin milli svæðanna liggja um Þjóðbraut og Faxabraut.  Skóla- og frístundasvið innritar nemendur sem eru að hefja nám í grunnskóla í þann grunnskóla sem tilheyrir viðkomandi nemanda í samræmi við búsetu. Foreldrum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við þá innritun og er hún metin í samvinnu við foreldra. Foreldrar nemenda sem hefja nám í öðrum bekkjum innrita börn sín hjá riturum grunnskólanna í samræmi við skólahverfi. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00