Fara í efni  

Fréttir

Lokið - Opið hús á bæjarskrifstofunni vegna fyrirhugaðar breytinga á deiliskipulagi Flóahverfis

Opið hús verður haldið 6. mars n.k. frá kl. 12:00 til 18:00, að Stillholti 16-18, 1. hæð. Kynntar verða fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Flóahverfis. Breytingin felst í að bæta við götu og veita tímabundna heimild fyrir starfsmannabúðir.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 27. febrúar

1269. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira

Gáma lokar 23. febrúar fyrr vegna veðurs

Það tilkynnist hér til íbúa á Akranesi að Gámaþjónusta Vesturlands ákvað í um kaffileitið að loka söfnunarsvæði Gámu það sem eftir er dags, þar sem veður er orðið mjög vont og vindátt þannig að miklar hviður geta orðið á leiðinni þarna uppeftir.
Lesa meira

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018-2019

Innritun barna í grunnskóla á Akranesi sem hefja skólagöngu næstkomandi haust er nú lokið. Í íbúagátt Akraneskaupstaðar, www.ibuagatt.akranes.is, geta forráðamenn nálgast tilkynningu þess efnis. Hægt er skrá sig inn í íbúagáttina með rafrænum skilríkum eða íslykli. Forráðamenn velja þegar innskráningu lýkur
Lesa meira

Framvinda framkvæmda á Sementsreit

Um þessar mundir er unnið að því að rífa innan úr mannvirkjum á Sementsreit, flokka rifúrgang og farga. Jafnframt er verið að brjóta niður síló inn í efnisgeymslunni. Mikil vinna er við að klippa niður tækjabúnað verksmiðjunnar og eru byggingahlutar brotnir niður, þegar búið er að hreinsa innan úr þeim.
Lesa meira

Lilja Rafney og Sævar Freyr ræða atvinnuuppbyggingu á Akranesi

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður norðvesturkjördæmis fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð mætti á fund bæjarstjóra Akraness föstudaginn 16. febrúar síðastliðinn til þess að ræða frekari atvinnuuppbyggingu á Akranesi. Lilja Rafney er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og hefur setið í áðurnefndri nefnd frá árinu 2011.
Lesa meira

Rauði krossinn gefur stofnunum Akraneskaupstaðar skyndihjálparplaköt

Í tilefni af 112 deginum sem haldinn er þann 11. febrúar árlega, gefur Rauði krossinn á Akranesi opinberum stofnunum á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit skyndihjálparveggspjald sem verða hengd upp á áberandi stöðum innan stofnana.
Lesa meira

Framgangur snjómoksturs á Akranesi

Verktakar við snjómokstur á Akranesi hafa haft í nógu að snúast síðastliðnu daga. Megin áhersla hefur verið lögð í að halda stofnleiðum greiðfærum og hefur að öllu jöfnu mokstur gengið vel miðað við aðstæður. Á sumum stöðum hefur þurft að fjarlægja snjó til að lágmarka þrengingar á viðkomandi götum og
Lesa meira

Seinkun á hirðingu sorps á Akranesi

Verktaki hefur ekki náð að sinna sorphirðu á Akranesi samkvæmt sorphirðudagatali vegna veðurfars og færðar innanbæjar. Á hádegi í dag átti neðri hluti bæjarins að Þjóðbraut að vera búinn en staðan er svo að hann klárast ekki fyrr en í fyrsta lagi á morgun.
Lesa meira

Öskudagurinn á Akranesi

Það verður kátt á götum bæjarins í dag. Öskudagurinn er runninn upp mörgum til mikilla gleði. Börn á Akranesi eru í skólum til hádegis og fara þá í kjölfarið að ganga á milli fyrirtækja. Endilega takið vel á móti þeim!
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00