Fara í efni  

Dýrahald

Á Akranesi er bæði hunda- og kattahald leyft að uppfylltum skilyrðum sem kveðið er á um í samþykkt um hunda- og kattahald á Akranesi. Sækja þarf sérstaklega um leyfi fyrir hunda- og kattahaldi á Akranesi.

Dýraeftirlitsmaður Akraneskaupstaðar er Sigurður Ólafsson og er með aðsetur í þjónustumiðstöð að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Hann annast daglegt eftirlit með gæludýra- og búfjárhaldi á Akranesi í samræmi við samþykktir um hunda- og kattahald svo og reglur um búfjárhald. Hægt er að koma fyrirspurnum og ábendingum til dýraeftirlitsmanns í tölvupósti og í síma 898 9478.

Nánar um hundahald

Hundahald er heimilað á Akranesi að fengnu leyfi og uppfyltum þeim skilyrðum sem sett eru í samþykkt um hundahald frá því í október 2010.

Akraneskaupstaður er frábær staður fyrir hunda því þar má m.a. finna góðar gönguleiðir, skilgreint hundasvæði þar sem hundum er sleppt lausum og síðan er stutt í sjóinn til að leyfa þeim að leika og synda. 

Nánar um kattahald

Kattahald er heimilað á Akranesi að fengnu leyfi og uppfyltum þeim skilyrðum sem sett eru í samþykkt um kattahald frá því í mars 2011.

Kvörtun vegna dýrahalds eða dýr í óskilum

Eyðublað vegna kvörtunar um dýrahald eða dýr í óskilum má nálgast HÉR. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00