Fara í efni  

Bæjarstjóri

Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 28. mars 2023 var samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Harald Benediktsson um starf bæjarstjóra á Akranesi. Ráðningartímabilið er frá 1. maí 2023 til loka núverandi kjörtímabils bæjarstjórnar sem er til ársins 2026.

Haraldur Benediktsson var alþingismaður NV kjördæmis frá 2013 til 2023 og þar áður formaður Bændasamtaka Íslands 2004-2013. Hann hefur setið í fjölda ráða og nefnda á vegum stjórnvalda auk setu fastanefndum alþingis.

Síðustu ár hefur Haraldur aðallega sinnt nefndastörfum á sviði fjarskipta og orkumála.

Auk starfa sinn rekur hann kúabú á Vestri-Reynir, ásamt fjölskyldu sinni.

Haraldur er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur bónda og eiga þau þrjú börn.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00