Fara í efni  

Fréttir

Félagsstarf fyrir aldraða og öryrkja sumarið 2020

Félagsstarf á Kirkjubraut 40 er fyrir aldraða og öryrkja og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að kynnast starfinu, njóta samveru með öðrum og nýta sér það sem verður boðið upp á í sumar að mæta.
Lesa meira

Samningur undirritaður um framkvæmd við Faxabraut, endurgerð og grjótvörn

Þriðjudaginn 26. maí sl. var skrifað undir verksamning við Borgarverk ehf um endurgerð á Faxabrautinni og grjótvörn meðfram henni. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og þar voru Borgarverks menn hlutskarpastir en tilboð þeirra var uppá 467 m.kr eða 87,9% af áætluðum verktakakostnaði.
Lesa meira

Írskir dagar í næstu viku

Dagana 2.-5. júlí munu Írskir dagar fara fram í 21. skipti. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu fjölmennustu viðburðirnir ýmist vera með breyttu sniði eða falla niður en sem fyrr verður dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Vinnuskólinn tekur fjölnotapoka í notkun

Í sumar er Vinnuskóli Akraness í tilraunastarfssemi og prófar sig áfram með heynet í stað svartra ruslapoka. Í sumar verður því blönduð notkun á þessum tveimur tegundum af pokum á meðan aflað er reynslu og gert viðeigandi ráðstafanir áður en skrefið er tekið til fulls.
Lesa meira

Forsetakosningar 2020

Kjörfundur vegna forsetakosninga verður haldinn í Brekkubæjarskóla laugardaginn 27. júní 2020. Hefst hann kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00.
Lesa meira

Kynningarfundur vegna skipulagsverkefna Skógarhverfis, Lækjarbotna, skógræktar og útivistarsvæðis

Kynningafundur vegna eftirtalinna skipulagsverkefna verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, 3. hæð, þriðjudaginn 23. júní 2020 kl.17:00.
Lesa meira

Stúlka með löngu formlega vígð eftir endurbætur

Skrúðgarðurinn við Suðurgötu var formlega vígður eftir endurbætur í dag þann 17. júní kl. 11:00. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fór með nokkur falleg orð um sögu garðsins og hans persónulegu minningar úr barnæsku í tengslum við þennan umrædda garð.
Lesa meira

Þjóðhátíðardagurinn á Akranesi - dagskrá og streymi

Í ár verður fallið frá hefðbundnum 17. júní hátíðahöldum á Akratorgi vegna Covid-19. Boðið verður upp á hátíðardagskrá í streymi á netmiðlum Akraneskaupstaðar kl. 14:00. Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta nærumhverfi í tilefni dagsins og gera sér glaðan dag með sínu fólki.
Lesa meira

Varðskipið Óðinn væntanlegt í Akraneshöfn nk. föstudag - opið fyrir almenning

Föstudaginn 19. júní mun varðskipið Óðinn sigla frá Reykjavík til Akraness. Um borð í Óðni verða félagar í Hollvinasamtökum Óðins, sem af áræðni hafa lagt kraft í varðveislu skipsins, viðhald þess og umhirðu. Skipið er hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík, en varðveitt í því ástandi sem það kom.
Lesa meira

Nýr aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskóla Akraness

Birgir Þórisson var ráðinn nýr aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskóla Akraness
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00