Fara í efni  

Héraðsskjalasafn

Héraðsskjalasafn Akraness var stofnað 27. apríl 1993. Umdæmi safnsins er Akraneskaupstaður og það er til húsa að Dalbraut 1, í sama húsi og Bóka- og ljósmyndasafnið. Héraðsskjalasafnið hefur skrifstofu í norðurenda hússins ásamt skjalageymslu.

Héraðsskjalasafnið annast söfnun, innheimtu og varðveislu skjala frá afhendingarskyldum aðilum, þ.e. embættum, stofnunum og félögum á Akranesi. Á Héraðsskjalasafninu er unnið að skrásetningu skjala og þau gerð aðgengileg notendum, auk þess að á allan hátt er leitast við að varðveita og efla þekkingu á sögu umdæmisins. Jafnframt fer fram söfnun skjala einstaklinga og félagasamtaka auk ljósmynda, hljóð- og myndbanda, sem varða sögu héraðsins eða íbúa þess á einhvern hátt. Sími héraðsskjalasafns er 433 1203 og er hægt að ná í starfsmann milli kl. 8:00-12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00