Breytingar á notkun klefa í Jaðarsbakkalaug
Við upphaf nýs skólaárs var tekin ákvörðun um að vegna skólasunds í Jaðarsbakkalaug yrðu klefar fyrir almenning í vallarhúsinu á skólatíma, en sérklefar opnir fyrir þá sem þess þurfa. Ákvörðunin var tekin með öryggi og vellíðan skólabarna að leiðarljósi, en um 100 grunnskólabörn mæta í skólasund í Jaðarsbakkalaug á degi hverjum. Fjöldi almennra gesta á sama tíma er um 30-40 manns. Fjölmörg sveitarfélög hafa farið þá leið að aðskilja börn og almenning þegar kemur að skólasundi.
“Það hefur verið ákall um þessar breytingar í nokkurn tíma, en það er fyrst núna sem við höfum tök á að koma þessu í framkvæmd vegna klefa sem hafa bæst við með byggingu nýja íþróttahússins. Auk þess eru klefarnir í vallarhúsinu nýmálaðir og yfirfarnir” segir Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja hjá Akraneskaupstað.
Almennt er reglan á Íslandi sú að í bæjarfélögum þar sem aðeins ein sundlaug er í boði þá er hún lokuð almenningi á skólatíma. Daníel segist hafa viljað forðast að fara þá leið og gefa fastagestum í staðinn kost á því að nota klefana í vallarhúsinu. Sundkennarar hafi alla laugina til umráða meðan á skólasundi stendur, en gestir geti með þessari lausn notað pottana, vaðlaug, gufu og rennibrautarlaug á sama tíma. Sundkennarar noti þó aldrei fleiri brautir en þeir þurfi og því komi fyrir að almenningur geti synt samhliða skólasundinu. Auk þess séu göt í stundatöflu sem almenningur geti nýtt til að komast í laugina að synda.
Daníel segist sýna því fullan skilning að fólk hafi skoðanir á breytingum sem þessum og segir starfsfólk hlusta á athugasemdir þessu tengt. “Við erum að skoða framtíðarlausnir og munum reyna að finna lendingu sem allir geta sætt sig við. En ég endurtek að þetta er ákvörðun sem er tekin að ósk skólayfirvalda og kennara með hagsmuni skólabarnanna í huga.”
Það er misjafnt eftir dögum hvenær skólasundi lýkur í lauginni, en það er á bilinu 12.30-14.20. Eftir það eru klefarnir öllum opnir. Stundatöfluna má sjá hér fyrir neðan.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember