Fara í efni  

Skipulags- og umhverfissvið

Skipulags- og umhverfissvið er stjórnunareining innan Akraneskaupstaðar sem sérhæfir sig í skipulags- og byggingarmálum, bruna- og almannavörnum, hreinlætis-, umhverfis,- umferðar- og samgöngumálum og framkvæmdum og rekstri fasteigna og annarra mannvirkja Akraneskaupstaðar. Sviðið sér m.a. um undirbúning allra framkvæmda, s.s. framkvæmdir við fasteignir, götur, gangstéttir og stíga, jarðeignir og lönd, gatnahreinsun, leiksvæði og opin svæði, eignaumsýslu, ásamt innkaupum og útboðum vegna framangreindra þátta. Sviðið sér einnig m.a. um reglubundna endurskoðun aðalskipulags, svæðisskipulag, deiliskipulagsgerðir, byggingareftirlit, húsfriðunarmál, hefur umsjón með landupplýsingakerfi Akraneskaupstaðar, umsjón og eftirlit með brunavörnum og umsjón með hreinlætis,- umhverfis- og samgöngumálum.

Sviðið er skipulags- og umhverfisráði til ráðgjafar varðandi stefnumótandi ákvarðanir í þeim málaflokkum sem undir það heyra og annast framkvæmd þeirra. Hlutverk sviðsins er að veita bæjarbúum, bæjarfulltrúum, forstöðumönnum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um málaflokka sviðsins. 

Sviðsstjóri er Sigurður Páll Harðarson sem veitir jafnframt nánari upplýsingar bæði í tölvupósti á netfangið sigurdur.pall.hardarson@akranes.is eða í síma 4331000

Skipurit skipulags- og umhverfissviðs

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00