Fara í efni  

Fréttir

Lausar stöður í Grundaskóla

Grundaskóli auglýsir lausar stöður stuðningsfulltrúa og skólaliða frá byrjun janúar 2020. Grundaskóli er heildstæður grunnskóli með um 650 nemendur og rúmlega 110 starfsmenn.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 26. nóvember

1303. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar
Lesa meira

Vel heppnaður bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Þann 19.nóvember sl. fór fram í átjánda skiptið bæjarstjórnarfundur unga fólksins. Sjö bæjarfulltrúar úr Ungmennaráði Akranes mættu til leiks með fjölbreytt og málefnaleg erindi.
Lesa meira

Trésmiðjan Akur fagnar 60 ára starfsafmæli

Trésmiðjan Akur fagnaði 60 ára starfsafmæli í gær þann 20. nóvember 2019. Af gefnu tilefni færðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ásamt bæjarfulltrúunum Elsu Láru Arnardóttur, Rakel Óskarsdóttur og Báru Daðadóttur, forsvarsmönnum Akurs gjöf sem samanstóð af málverki eftir Bjarna Þór og blómvendi frá Model.
Lesa meira

Skagamenn virkir á afmælisráðstefnu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Það var ánægjulegt að á 50 ára afmælisráðstefnu SSV síðastliðinn föstudag voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra og Ása Katrín Bjarnadóttir starfsmaður umhverfis-og skipulagssviðs öll með öflugt innlegg í dagskránna.
Lesa meira

Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar

Akraneskaupsstaður auglýsir nýjar lóðir lausar til umsóknar undir par- og raðhús í Fagralundi. Um er að ræða tvær raðhúsalóðir við Fagralund 1 (A-B-C) og 2 (A-B-C) og þrjár parhúsalóðir við Fagralund 3A-3B, 4-6 og 5-7. Lóðirnar eru byggingarhæfar.
Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð íþrótta- og menningarverkefna

Akraneskaupstaður auglýsir eftir styrkumsóknum til menningar- og íþróttaverkefna á árinu 2020. Við mat og afgreiðslu styrkja til menningarverkefna verður lögð sérstök áhersla á að styðja við verkefni sem vinna að markmiðum Menningarstefnu Akraness.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins þann 19. nóvember 2019

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins verður haldinn í 18. sinn þann 19. nóvember 2019 og hefst hann kl. 17:00. Fundur bæjarstjórnar unga fólksins er öllum opin og verður sendur út á fm 95,0 og verður einnig aðgengilegur í beinni útsendingu á www.facebook.com/akraneskaupstadur.
Lesa meira

Laust starf slökkviliðsstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar 100% framtíðarstöðu slökkviliðstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og er faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála fyrir bæði sveitarfélögin.
Lesa meira

Fyrri umræðu lokið um fjárhagsáætlun 2020 – lækkun fasteignagjalda og hækkanir í samræmi við lífskjarasamninga

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun 2021 til 2023 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness þriðjudag 12. nóvember. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023 lögð fyrir. Bæjarstjórn Akraness samþykkti að vísa áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 10. desember næstkomandi.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00