Fara í efni  

Fréttir

Laust starf félagsráðgjafa á velferðar- og mannréttindasviði

Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar auglýsir lausa 60% stöðu félagsráðgjafa til 1. júlí 2020. Starfið fellst í vinnslu mála m.a. út frá lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Lesa meira

Yfirlitskort sem sýnir hjáleiðir um Kalmansvelli

Meðfylgjandi þessari frétt er nýtt yfirlitskort sem sýnir hjáleiðir um Kalmansvelli vegna gatnaframkvæmda við Esjubraut.
Lesa meira

Opið hús / kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulagi Skógarhverfis

Opið hús / kynningafundur vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi verður haldinn 14. júní nk. frá kl. 12:00 til 17:00 á 1. hæð að Stillholti 16-18.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 11. júní

1296. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. júní kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Viltu vinna með börnum

Leitað er eftir dagforeldrum til starfa á Akranesi fyrir komandi haust. Dagforeldrar starfa eftir reglugerð Félagsmálaráðuneytis um daggæslu barna í heimahúsi. Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar en Akraneskaupstaður hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra.
Lesa meira

Akraneskaupstaður, Veitur og Orkuveita Reykjavíkur byggja upp innviði fyrir rafbíla

Í dag var undirritað samkomulag milli Akraneskaupstaðar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um uppbyggingu innviða í bænum fyrir rafbílaeigendur. Byrjað verður strax í ár og verkefninu lokið á því næsta. Komið verður upp hleðslum á allt að sex stöðum í bænum. Þá munu Akraneskaupstaður og OR stofna sjóð sem úthlutað verður úr til húsfélaga...
Lesa meira

Samið við Kaju Organic um veitingasölu í Guðlaugu

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 31. maí síðastliðinn samstarfssamning milli Akraneskaupstaðar og Kaju organic ehf. um veitingasölu í nýjuþjónustuhúsi við Guðlaugu á Langasandi. Um er að ræða tilraunaverkefni frá 1. júní til og 31. ágúst.
Lesa meira

Starfsemi Fjöliðjunnar opnar að Smiðjuvöllum 9

Stefnt er að því að starfsemi Fjöliðjunnar fari á fullt flug eftir helgina í húsnæði að Smiðjuvöllum 9 en eldur kviknaði í húsnæði þess að Dalbraut þann 7. maí síðastliðinn. Eldsupptök voru í batteríum úr veglyklum sem Fjöliðjan var að flokka fyrir Spöl/Vegagerðina.
Lesa meira

Tilkynning til fasteignaeigenda á Akranesi

Frá og með 15. júní næstkomandi mun Akraneskaupstaður hætta póstsendingu á greiðsluseðlum vegna fasteignagjalda. Fasteignaeigendur geta í gegnum íbúagátt Akraness séð upphæðir og gjalddaga á álagningarseðli ásamt færsluyfirliti.
Lesa meira

Laus staða umsjónarkennara í Grundaskóla

Grundaskóli er heildstæður grunnskóli með um 600 nemendur og 100 starfsmenn. Í Grundaskóla er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans. Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu. Grundaskóli auglýsir lausa stöðu umsjónarkennara.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00