Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindasvið

Velferðar- og mannréttindasvið er stjórnunareining innan Akraneskaupstaðar sem sérhæfir sig barnaverndarmálum, málefnum aldraða, málefnum einstaklinga með fötlun, heilbrigðismálum, mannréttindamálum, húsnæðismálum og félagsmálum. Sviðið sé m.a. um að veita fjárhagsaðstoð til þeirra sem geta ekki séð sér og sínum farborða án aðstoðar, veita félagslega og sérhæfða ráðgjöf, skipuleggja félagslega heimaþjónustu fyrir aldraða, sjá um heimsendingu matar og akstur fyrir aldraða og vinna markvisst að félagsstarfi aldraða og heilsueflingu. Þá hefur sviðið umsjón með málefnum barna, s.s. barnavernd, veitingu stuðningsfjölskyldna, umönnunargreiðslna og liðveislu.

Sviðið er velferðar- og mannréttindaráði til ráðgjafar varðandi stefnumótandi ákvarðanir í þeim málaflokkum sem undir það heyra og annast framkvæmd þeirra. Hlutverk sviðsins er að veita bæjarbúum, bæjarfulltrúum, forstöðumönnum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um málaflokka sviðsins. 

Sviðstjóri er Hildigunnur Árnadóttir, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar bæði í tölvupósti á netfangið hildigunnur@akranes.is og í síma 433 1000.

Skipurit velferðar- og mannréttindasviðs

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00