Fara í efni  

Heimili og húsnæði

Starfsmenn hjá félagsþjónustu Akraneskaupstaðar veita einstaklingum og fjölskyldum ráðgjöf og alhliða upplýsingar um húsnæðismál og húsaleigusamninga. Umsýsla á félagslegu húsnæði, úthlutun leiguíbúða í eigu bæjarins og greiðsla sérstaka húsnæðisbóta fer í gegnum velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar. Vakin er athygli á því að umsóknir um almennar húsaleigubætur eða húsnæðisbætur fara fram hjá Greiðslustofu húsnæðisbóta, sjá nánari upplýsingar hér að neðan. 

Húsnæðisbætur

Almennar húsnæðisbætur
Þann 1. janúar 2017 tóku í gildi ný lög um húsnæðisbætur sem samþykktar voru á Alþingi síðastliðið sumar. Lög um húsaleigubætur með skilgreindu hlutverki sveitarfélaganna varðandi afgreiðslu þeirra eru því fallin úr gildi.

Greiðslur húsnæðisbóta, eins og þær kallast samkvæmt nýjum lögum, eru inntar af hendi hjá Greiðslustofu húsnæðisbóta á vegum Vinnumálastofnunar. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðunni www.husbot.is en þar er hægt að sækja um húsnæðisbætur og einnig er þar aðgengileg reiknivél, sem umsækjendur geta nýtt sér. Eins og áður þarf að endurnýja umsókn um húsnæðisbætur á hverju ári fyrir 20. janúar.

Frekari upplýsingar og aðstoð má nálgast heimasíðunni www.husbot.is, hjá Vinnumálastofnun í síma 515-4800 og í þjónustuveri Akraneskaupstaðar í síma 433-1000

Sérstakur húsnæðisstuðningur
Með nýrri lagasetningu um húsnæðisbætur kallast nú sérstakar húsaleigubætur, sérstakur húsnæðisstuðningur. Sérstakur húsnæðisstuðningur verður áfram greiddur frá sveitarfélögum. Hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar er hægt að nálgast umsóknareyðublað vegna sérstaks húsnæðisstuðnings en vakin er athygli á því að umsækjendur verða að hafa sótt um húsnæðisbætur fyrst hjá Greiðslustofu. 

Sérstakar húsnæðisbætur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu vegna samþykktra íbúða á almennum markaði til viðbótar við almennar húsnæðisbætur. Aðstæður umsækjenda eru metnar út frá ákveðnum tekjuviðmiðum.

Félagslegt leiguhúsnæði

Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt fær um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og annarra félagslegra erfiðleika. Með félagslegri leiguíbúð er átt við hverja þá íbúð í eigu Akraneskaupstaðar sem skilgreind er sem leiguíbúð til félagslegra nota.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00